149. löggjafarþing — 49. fundur
 13. desember 2018.
ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 2. mál (tekjuskattur, persónuafsláttur, barnabætur, vaxtabætur, tryggingagjald). — Þskj. 2, nál. 638 og 653, breytingartillaga 639.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:16]

[11:11]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú erum við að fara að greiða atkvæði um forsendur fyrir fjárlög sem stjórnarmeirihlutinn er búinn að samþykkja. Allar tillögur okkar í Samfylkingunni voru felldar við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Þar voru líka tillögur um barnabætur og húsnæðisbætur. Stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin hunsa einnig kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að þau jöfnunartæki sem ríkið hefur tök á að nota verði nýtt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtir ekki þau jöfnunartæki sem tiltæk eru.

Við í Samfylkingunni getum ekki stutt þetta frumvarp. Það er þó eitt atriði sem er jákvætt og við munum styðja og það er lækkunin á tryggingagjaldinu. Annars getum við ekki stutt frumvarp sem sýnir svo vel forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og þá kjánalegu stöðu sem við erum í hér, að eiga að greiða atkvæði um forsendur fyrir fjárlög sem búið er að samþykkja.



[11:13]
forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp þar sem verið er að hækka barnabætur til hagsbóta fyrir tekjulágar fjölskyldur og fjölga þeim sem eiga rétt á barnabótum um meira en tvö þúsund, atkvæði um frumvarp þar sem við hækkum persónuafslátt umfram neysluvísitölu, atkvæði um frumvarp þar sem verið er að lækka tryggingagjald, sem skiptir einmitt lítil og meðalstór fyrirtæki mestu máli, atkvæði um frumvarp þar sem við látum bæði efri og neðri mörk skattkerfisins fylgja sömu vísitölu, neysluvísitölu. Allt eru það gríðarlega miklar jöfnunaraðgerðir sem er ótrúlegt að þeir sem vilja auka jöfnuð í samfélaginu ætli ekki að styðja.

Ég mun styðja þetta frumvarp og tel að það muni svo sannarlega verða til hagsbóta til að efla hér jöfnuð og koma til móts við tekjulágt fólk. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[11:14]
Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um frumvarp sem verður til þess að álögur á einstaklinga, bætur í formi barnabóta og vaxtabóta og álögur á atvinnufyrirtæki munu lækka um 7,9 milljarða á næsta ári og um tæplega 12 milljarða árið 2020.

Það er skynsamleg og réttmæt ráðstöfun að hækka persónuafslátt umfram lögbundið viðmið. Það er skynsamleg og réttlát ákvörðun að hækka barnabætur verulega og beina þeim fyrst og fremst til þeirra sem þurfa á því að halda og lakast standa. Það er skynsamleg ákvörðun að hækka vaxtabætur og beina þeim fyrst og fremst til þeirra sem þurfa á að halda.

Þetta eru 7,9 milljarðar á komandi ári, þetta eru tæpir 12 milljarðar (Forseti hringir.) á árinu 2020. Það er þess vegna sem við ættum öll að sameinast um að styðja þetta frumvarp.



[11:15]
fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp tökum við afstöðu til nokkurra lykilspurninga, hvort við eigum að hækka persónuafsláttinn umfram vænta verðbólgu á næsta ári. Við tökum afstöðu til þess hvort við eigum að láta aukningu til barnabóta rata sérstaklega til þeirra sem eru tekjulægri en auka skerðingar við þá sem eru komnir upp í millitekjur. Það er sannarlega aðgerð sem er ætluð til frekari tekjujöfnunar en sumum finnst ekki nóg að gert. Þannig hefur Samfylkingin lagt til að við látum útgjöldin ekki vaxa um u.þ.b. 35 milljarða milli ára. Nei, það þarf að setja 24 milljarða ofan á það. Þannig myndu útgjöldin ekki vaxa um tæp 5% heldur um 8% milli ára. Þetta eru fullkomlega óábyrgar tillögur sem Samfylkingin hefur talað fyrir og til að bjarga afkomunni á bara að hækka skatta. Þau hafa boðað skattahækkanir (Forseti hringir.) upp á um 26 milljarða og ef bankaskatturinn er tekinn með upp á 33 milljarða, 33 milljarða í nýja skatta.

Það er Samfylkingin sem hefur verið með óábyrgar hugmyndir hér. (OH: Það er rangt.)



Brtt. 639,1 (1. gr. falli brott) samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
17 þm. (AFE,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SnæB,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
7 þm. (AIJ,  EBS,  HSK,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.

Brtt. 639,2 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
18 þm. (AFE,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SnæB,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
5 þm. (AIJ,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:17]
Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Barnabótakerfið hefur markvisst verið veikt á undanförnum árum og þúsundir fjölskyldna dottið út úr kerfinu. Núna á að breyta skerðingarmörkum. Skerðingar hefjast ekki fyrr en við um 300.000 kr. laun, en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur því að skerðingarnar eru gerðar enn grimmari en þær hafa verið undanfarin ár. Leiðarljós ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í barnabótamálum og til þess að styðja ungar barnafjölskyldur í landinu er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þetta eru tillögur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um barnabætur, sem er fátækrastyrkur. Við ættum auðvitað að líta til hinna norrænu ríkjanna þar sem barnabætur eru stuðningur við fjölskyldur til að jafna stöðu þeirra við hina sem ekki eru með börn á framfæri.



[11:18]
Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Við erum að taka ákvörðun um að hækka tekjuviðmið barnabóta. Við erum að taka ákvörðun um að létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og við verðum að tryggja að þeir njóti þess fyrst og fremst sem lægstar hafa tekjurnar og lakast standa. Við erum að hækka barnabætur að raungildi um 14% á milli ára. Þetta er 1,8 milljarðar. Þetta er gert með þeim hætti að það eru fyrst og fremst tekjulægri fjölskyldur sem munu njóta. Það er sérkennilegt að þeir sem hér tala mest um tekjujöfnuð skuli andmæla þeirri tillögu og þeirri aðgerð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.



 2. gr. (verður 1. gr.), svo breytt, samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
18 þm. (AFE,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SnæB,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
5 þm. (AIJ,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.

 3. gr. (verður 2. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
26 þm. (AFE,  AKÁ,  BirgÞ,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  SnæB,  UMÓ,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
7 þm. (AIJ,  LRM,  LínS,  RBB,  SIJ,  SMc,  ÞorS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:20]
Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Húsnæðisstuðningur hefur lækkað á árunum 2013–2017 að raungildi um 70%. Á þeim tíma hefur heimilum sem njóta hans fækkað um 19.000. Stjórnarliðar felldu tillögur Samfylkingarinnar um hækkun vaxtabóta við afgreiðslu fjárlaga á sama tíma og tugþúsundir eru í verulegum vandræðum á erfiðum húsnæðismarkaði. Samfylkingin mótmælir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.



Brtt. 639,3 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
27 þm. (AFE,  AKÁ,  BirgÞ,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  SnæB,  UMÓ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
5 þm. (AIJ,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:21]
Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Stjórnarliðar lýsa aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem stórkostlegum jöfnunaraðgerðum. Heildarupphæðin sem var verið að samþykkja áðan fyrir barnabætur er að raungildi sú sama og fyrir fimm árum síðan, fyrir árið 2013. Hér erum við að samþykkja 500 kr. í hækkun á persónuafslætti, 500 kr. sem almenningur sem greiðir skatta fær að njóta. Þetta er nú öll jöfnunaraðgerðin. En hvað er gert fyrir útgerðina í landinu? Veiðigjöldin eru lækkuð um rúma 4 milljarða sem að stærstum hluta gengu til örfárra manna sem hafa sannarlega nóg fyrir. Það er skömm að þessari stefnu ríkisstjórnarinnar og það er verulega hallærislegt að fólk skuli tala um þetta sem einhverjar sérstakar jöfnunaraðgerðir og stór skref til að jafna stöðu fólks á Íslandi. Það eru öfugmæli.



[11:22]
Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Þetta er mjög einfalt. Við erum að taka hér ákvörðun um að tekjuskattur einstaklinga verði 1,7 milljörðum nettó lægri á komandi ári. Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum að taka ákvörðun um að persónuafsláttur skuli hækka meira en gildandi lög segja til um. Það ætti að vera fagnaðarefni. Auk þess er, eins og kemur fram í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar, unnið að því, m.a. í samráði við aðila vinnumarkaðarins, að endurskoða tekjuskattskerfið. Þess vegna erum við að leggja til að þetta gildi hér aðeins í eitt ár. Endurskoðun tekjuskattskerfisins felst m.a. í því að endurskoða hvernig við stöndum að barnabótum og vaxtabótum og hvernig við nýtum tekjuskattskerfið til þess að styðja við ekki síst þá sem lakast standa.

Þetta er endurskoðunin sem er í gangi (Forseti hringir.) og þetta er það verkefni sem bíður okkar á nýju ári.



 4. gr. (verður 3. gr.), svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
26 þm. (AFE,  AKÁ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  SnæB,  UMÓ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
6 þm. (AIJ,  EBS,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.

Brtt. 639,4 samþ. með 58 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SnæB,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
5 þm. (AIJ,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:24]
Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér hressandi fyrir sálartetrið rétt fyrir jól að geta komið upp og verið jákvæður út af einhverju sem þessi ríkisstjórn gerir. Þetta er vissulega mikilvægt skref. Hér er um að ræða álögur sem leggjast þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki, ekki síst á fyrirtæki sem byggja á hugviti, byggja á tækni, byggja á nýsköpun, sem eru einmitt þær greinar sem við þurfum að leggja ofuráherslu á ef við eigum að fóta okkur í flókinni framtíð tæknibreytinga á næstunni. Því miður er þetta eina vísbendingin um að ríkisstjórnin átti sig á því inn í hvaða framtíð við erum að ganga.



 5. gr. (verður 4. gr.), svo breytt, samþ. með 58 shlj. atkv.

Brtt. 639,5 (ný 6. gr., verður 5. gr.) samþ. með 58 shlj. atkv.

Brtt. 639,6 samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS*,  HSK,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SnæB,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
16 þm. (AFE,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
5 þm. (AIJ,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði ekki að greiða atkvæði.]

 7. gr. (verður 6. gr.), svo breytt, samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LiljS,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
18 þm. (AFE,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SnæB,  ÞKG,  ÞorstV) greiddu ekki atkv.
6 þm. (AIJ,  BHar,  LRM,  RBB,  SIJ,  SMc) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.