149. löggjafarþing — 51. fundur
 14. desember 2018.
breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 77. mál (stofnanir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis). — Þskj. 77, nál. 742, nál. m. brtt. 744, breytingartillaga 743.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:56]

[14:47]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ágætu þingmenn. Mig langar að kynna sérstaklega fyrir ykkur breytingartillögu sem minni hluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt fram í þessu máli. Um er að ræða örlitla breytingu á frumvarpinu þess efnis að samþykki meðlagsgreiðanda þurfi fyrir því að Innheimtustofnun sveitarfélaga geti kallað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun annars vegar og Félagsþjónustu sveitarfélaga hins vegar.

Við teljum að eins og frumvarpið er búið sé of víðtæk heimild sem Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem hefur með innheimtu meðlags að gera, fær í frumvarpinu, að geta kallað eftir upplýsingum um alla meðlagsgreiðendur á Íslandi, algerlega óháð samþykki frá þessum tveimur stofnunum, þ.e. Fangelsismálastofnun og Félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta eru það viðkvæmar persónuupplýsingar að við teljum gríðarlega mikilvægt að meðlagsgreiðandinn sjálfur þurfi að veita samþykki fyrir því að slíkar upplýsingar séu veittar, enda á viðkomandi að fá að halda slíkum upplýsingum (Forseti hringir.) fyrir sig ef hann kýs svo.



[14:48]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er, ásamt hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur, á þessu minnihlutaáliti og þessari breytingartillögu. Mig langar til að segja það til viðbótar við það sem fram kom í máli hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur, að markmið þessa frumvarps er að renna stoðum undir og styrkja lagastoð fyrir vinnslu persónuupplýsinga þannig að gildandi réttur fullnægi skyldum nýrrar persónuverndarlöggjafar.

Frumvarpið hefur tekið ýmsum góðum breytingum í meðförum umhverfis- og samgöngunefndar, en þetta sat þó eftir að mati okkar. Við leggjum til þær lágmarksbreytingar að tryggja rétt þeirra aðila sem þarna getur. Hv. þm. Helga Vala Helgadóttir fór vel yfir málið og mig langar til að hvetja þingheim til að samþykkja þessa breytingartillögu. Hún hefur eingöngu áhrif á þennan hóp, hún mun ekki hafa áhrif á það markmið sem frumvarpið hefur. Við verðum að gæta okkar að stíga ekki of stór skref inn á svið persóna þegar við erum að breyta lögum og reyna að uppfylla þessi nýju persónuverndarlög. Þannig að ég bið um stuðning við þetta mál.



[14:49]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er á sömu nótum en vil bæta við að almennt séð er þarna verið að fá heimild til þess að safna persónuupplýsingum um þá sem greiða meðlag og fleiri. Þá er í rauninni komin heimild til þess að safna persónuupplýsingum um alla sem þar eiga hlut að máli, óháð því hvort þeir samþykkja það eða ekki.

Ekki var farið nógu vel yfir það álitamál hvort almennu persónuverndarlögin stoppuðu þetta þó að þar sé tekið fram að einungis megi safna persónuupplýsingum ef ástæða er fyrir því. En þetta er samt heimild til að safna upplýsingum, t.d. um þá sem greiða meðlag í því tilviki. Það er ákveðin víxlverkun þarna á milli sem ekki var nógu vel útskýrð. Þess vegna styðjum við Píratar þessa breytingartillögu en sitjum annars hjá í öðrum atriðum.



[14:50]
Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð nefndarálit meiri hlutans í þessu máli og breytingartillögu sem því fylgir, en vil koma því á framfæri hér að ekki er verið að víkka út neinar heimildir frá því sem nú er. Við verðum að muna það alla tíð að þó að það séu tilteknar heimildir í lögum um að sækja persónuupplýsingar gilda persónuverndarlögin alltaf og ganga framar. Það verður alltaf að vera skýr tilgangur með vinnslu allra persónuupplýsinga. Því getur þessi heimild aldrei orðið almenn, eins og hér hefur verið látið að liggja.



[14:51]
Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi koma hér upp og segja að farið var mjög vel yfir þetta mál í nefndinni. Ítrekað var haft samráð bæði við Persónuvernd og þá aðila sem vinna með þær persónuupplýsingar sem þarna um ræðir. Þessi heimild er til staðar í lögunum í dag. Hún er til þess að innheimtustofnanir sem eiga að vinna með þessar upplýsingar séu ekki að búa til óþarfaskuldir á þá einstaklinga sem um ræðir, sem er mismunandi erfitt að ná til og annað slíkt, án þess að ég fari dýpra í það. Þarna mun vinnslan vera til ívilnunar fyrir þá sem þarna er um að ræða, eða laga sig að aðstæðum þeirra. Var farið vel yfir það í nefndinni. Þess vegna mun ég standa með áliti meiri hlutans óbreyttu.



[14:52]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á að hér er um sérlög að ræða og ég hvet þingheim, ekki síst meiri hlutann, til að ljá þessari tillögu minni hlutans atkvæði sitt, þótt ekki væri nema í einu máli fyrir jól, að samþykkja heilbrigða og skynsamlega tillögu. Af því að þetta eru sérlög verður að vera skýrt að við miðlum ekki viðkvæmum persónuverndarupplýsingum nema skýrt sé kveðið á um það í lögum. Ég biðla til stjórnarmeirihlutans: Takið þátt í þessari tillögu með okkur. Þetta er einföld, skýr breyting. Verið er að skerpa á því að ekki sé verið að miðla að óþörfu viðkvæmum persónuverndarupplýsingum nema skýrt samþykki liggi fyrir.



[14:53]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að leiðrétta það sem fram kom í máli hv. þm. Líneikar Önnu Sævarsdóttur. Persónuverndarlögin gilda vissulega, en hér er um að ræða sérstaka undanþágu fyrir stofnunina til að sækja svo víðtækar upplýsingar hjá Fangelsismálastofnun og Félagsþjónustu sveitarfélaga hjá sveitarfélögunum.

Mig langar að útskýra fyrir ykkur stöðuna. Það kann að vera að fangi sé í afplánun og vilji áfram fá að greiða sitt meðlag þó að lögin segi að hann kunni að vera undanskilinn því. Fanginn vill mögulega ekki að upplýsingar um veru hans í fangelsinu séu á víð og dreif, að innheimtustofnun spyrjist fyrir um það algjörlega án hans samþykkis. Sama má segja um Félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar kann að vera íbúi sé meðlagsskyldur en vilji mögulega ekki að starfsfólk bæjarskrifstofunnar í litlu sveitarfélagi viti af því að viðkomandi sé að greiða meðlag með barni.

Þetta eru slíkar persónulegar upplýsingar að meðlagsgreiðandinn á að fá að ráða því (Forseti hringir.) hvort allt starfsfólk skrifstofunnar viti um umrætt barn eða ekki. Það er bara svona. Þetta eru bara viðkvæmar persónuupplýsingar og ég bið þingheim að hugsa málið.



[14:55]
Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ekki eins og nefndarmönnum hafi þótt þetta frumvarp léttvægt almennt séð. Það hefur með persónuvernd að gera og persónulegar upplýsingar sem ýmsar stofnanir ríkisins þurfa að geta leitað í til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Auðvitað var ítrekað farið yfir þetta mál og það var og er mat meiri hlutans að hjá því verði ekki komist að þessi lagasetning verði með þeim hætti sem hér er boðað af hálfu meiri hlutans.

Persónuvernd gerir ekki við þetta athugasemdir og voru færð fyrir nefndinni sterk rök fyrir því að sú breytingartillaga sem hér er flutt gengi hreinlega ekki upp. Það er of langt mál að fara út í einhverja umræðu um það hér og nú, en þetta er staðan. Það er á grundvelli þessa sem meiri hlutinn leggur til að niðurstaðan verði með þeim hætti sem kemur fram í okkar nefndaráliti.



 1. gr. samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SnæB,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
5 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc) greiddu ekki atkv.
4 þm. (AIJ,  EBS,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 744 felld með 35:19 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  BLG,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV.
nei:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  JÞÞ,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BirgÞ,  BHar,  KGH,  ÓÍ,  ÓBK,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. 743,1 samþ. með 51:7 atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GIK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SnæB,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AFE,  EBS,  GBr,  GuðmT,  HVH,  LE,  OH.
1 þm. (ÞorS) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AIJ,  HSK,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 47:5 atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GIK,  HSK,  HKF,  HarB,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AFE,  GBr,  GuðmT,  HVH,  OH.
7 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
4 þm. (AIJ,  EBS,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

 3.–4. gr. samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
4 þm. (AIJ,  EBS,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. 743,2 (ný grein, verður 5. gr.) samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

 5.–7. gr. (verða 6.–8. gr.) samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. 743,3 samþ. með 60 shlj. atkv.

 8. gr. (verður 9.gr.), svo breytt, samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

 9. gr. (verður 10. gr.) samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
5 þm. (AIJ,  BHar,  EBS,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. 743,4–5 samþ. með 60 shlj. atkv.

 10.–11. gr. (verða 11.–12. gr.), svo breyttar, samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Brtt. 743,6 (tvær nýjar greinar, verða 13.–14. gr.) samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

 12. gr. (verður 15. gr.) samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  EBS,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
6 þm. (BLG,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc,  SnæB) greiddu ekki atkv.
3 þm. (AIJ,  RBB,  UMÓ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.