149. löggjafarþing — 89. fundur
 8. apríl 2019.
Frestun á skriflegum svörum.
nefndir, starfshópar, faghópar og ráð á vegum ráðuneytisins, fsp. IngS, 675. mál. — Þskj. 1091.
endurgreiðsla efniskostnaðar í framhaldsskólum, fsp. BLG, 430. mál. — Þskj. 579.
efling kynfræðslu á öllum skólastigum, fsp. UnaH, 553. mál. — Þskj. 930.
tekjur Ríkisútvarpsins, fsp. ÓBK, 561. mál. — Þskj. 946.
málefni Hljóðbókasafns Íslands, fsp. GuðmT, 580. mál. — Þskj. 977.
hugbúnaðarkerfið Skólagátt, fsp. SMc, 591. mál. — Þskj. 992.
hugbúnaðarkerfið Mentor, fsp. SMc, 592. mál. — Þskj. 993.
hugbúnaðarkerfið Inna, fsp. SMc, 593. mál. — Þskj. 994.
ábyrgð á vernd barna gegn einelti, fsp. JÞÓ, 602. mál. — Þskj. 1003.
áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, fsp. BLG, 626. mál. — Þskj. 1031.

[15:14]
Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1091, um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins, frá Ingu Sæland.

Þá hafa borist níu bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum: Á þskj. 579, um endurgreiðslu efniskostnaður í framhaldsskólum, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 930, um eflingu kynfræðslu á öllum skólastigum, frá Unu Hildardóttur; á þskj. 946, um tekjur Ríkisútvarpsins, frá Óla Birni Kárasyni; á þskj. 977, málefni Hljóðbókasafns Íslands, frá Guðmundi Andra Thorssyni; á þskj. 992, um hugbúnaðarkerfið Skólagátt, frá Smára McCarthy; á þskj. 993, um hugbúnaðarkerfið Mentor, frá Smára McCarthy; á þskj. 994, um hugbúnaðarkerfið Innu, frá Smára McCarthy; á þskj. 1003, um ábyrgð á vernd barna gegn einelti, frá Jóni Þór Ólafssyni og á þskj. 1031, um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, frá Birni Leví Gunnarssyni.