149. löggjafarþing — 117. fundur
 5. júní 2019.
skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 891. mál (nýting séreignarsparnaðar). — Þskj. 1464, nál. 1598.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:50]

[10:49]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég gerði fyrirvara við þetta mál í nefndinni sem ég hef gert grein fyrir í ræðu. Lögin sem á að framlengja núna um tvö ár ganga gegn meginhugsun um séreignarsparnaðarkerfið og þess vegna gerði ég fyrirvara. Auk þess er skattbyrði flutt til og lögð á skattgreiðendur framtíðarinnar.

Við í Samfylkingunni munum þó greiða atkvæði með frumvarpinu vegna þess að það er partur af kjarasamningum. Það er búið að gefa loforð um að þetta sé einn liður í þeim og þess vegna segjum við já þó að við gerum fyrirvara við hugmyndina að baki þessum breytingum.



 1. gr. samþ. með 55 shlj. atkv.

 2.–4. gr. samþ. með 55 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.