149. löggjafarþing — 121. fundur
 12. júní 2019.
loftslagsmál, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 758. mál (styrking á stjórnsýslu og umgjörð). — Þskj. 1200, nál. 1728, breytingartillaga 1729.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:11]

Brtt. 1729,1 samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
8 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  GBS,  JónG,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:06]
Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við þurfum öll að nálgast loftslagsmálin ekki sem sérstakan málefnaflokk sem stundum er hampað en oftar en ekki verður út undan heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þetta tiltekna frumvarp er skref í þá átt.

Mig langar að vekja athygli á því sérstaklega að það kemur fram í 3. mgr. 3. gr. að tryggt skuli að í loftslagsráði eigi sæti fulltrúar atvinnulífsins ásamt fulltrúum háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka. Þar er lögð áhersla á að bæði sé um að ræða launþega og atvinnurekendur. Þetta mál er klárlega skref í rétta átt vegna þess að þegar litið er til þess sem við vitum nú þegar um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, á fæðuöryggi, á atvinnuhætti, á búsetu og á líf okkar liggur hin ískalda staðreynd fyrir, að ef við náum ekki árangri í þessum málum skiptir ekkert annað máli.

Í ljósi þess að þetta er skref í rétta átt segi ég já.



[11:07]
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Herra forseti. Sem flutningsmaður nefndarálits málsins úr umhverfis- og samgöngunefnd fagna ég því að við greiðum atkvæði um þetta mál í dag. Það voru gerðar ýmsar breytingar á málinu sem komu inn í nefndina og voru málinu til bóta og ég fagna þeim árangri sem náðist í umhverfis- og samgöngunefnd. Má þar nefna þær helstu breytingartillögur að umhverfisráðherra verði skylt að flytja Alþingi reglulega skýrslu í þessum þingsal um stöðu loftslagsmála. Fulltrúi fjölmennustu samtaka launafólks mun sitja í loftslagsráði. Skilgreining á hugtakinu kolefnisjöfnun er samræmd við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og síðast en ekki síst náðist sátt um að skylda sveitarfélög landsins til að setja sér loftslagsstefnu. Það er framfaraskref og jákvætt skref til að við leggjumst öll sem eitt á þær árar að sporna við mestu vá sem að okkur steðjar, sem eru loftslagsbreytingar.

Ég fagna þessu máli og segi að sjálfsögðu já.



[11:08]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða frumvarp hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra sem ætlað er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna en málið hefur verið í vinnslu hv. umhverfis- og samgöngunefndar. Loftslagsmálin eru stærsta mál samtímans, langstærsta mál samtímans, og þau verða ekki afgreidd á einu augabragði með einum lagabókstaf heldur er um að ræða slíkt mál að það þarf að vera í stöðugri þróun.

Frumvarpið olli nokkrum vonbrigðum, verður að segjast. Einhverjir töldu jafnvel að betur væri heima setið, en sú sem hér stendur telur þó að það sé betra að aðhafast eitthvað en gera ekki neitt og bíða stærri skrefa. Ég tel a.m.k. meiri líkur á að hv. umhverfis- og samgöngunefnd sem á köflum birtist eingöngu sem samgöngunefnd vegna forgangsröðunar nefndarinnar taki nokkur viðlíka skref og nú er verið að taka — en stærri skref sem nauðsynleg eru; það sé þó betra að samþykkja þetta og standa með þessu en hafna alfarið vegna þess að maður vill stærri skref.

Þess vegna mun ég greiða atkvæði með þessu.



[11:09]
Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég ætla að lýsa ánægju minni með þessar lagabreytingar sem lögfesta ótal hluti, aðgerðaáætlun með fram settum aðgerðum og þá staðreynd að Stjórnarráðið og opinber fyrirtæki og stofnanir eigi að setja sér loftslagsstefnu sem og sveitarfélög og þau gera það fyrir árslok 2021. Skýrsla fyrir Alþingi eftir hentugleikum og reglulega um stöðu loftslagsmála og fleira og ég tala nú ekki um skýra áherslu á aðlögun að loftslagsbreytingum, m.a. með starfi svokallaðs loftslagssjóðs. Lögfesting loftslagsráðs og umbætur á því eru líka í þessu frumvarpi og ég greiði því að sjálfsögðu atkvæði mitt.



[11:10]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Hér er verið að fást við þetta stóra og mikilvæga viðfangsefni með því miður allt of hefðbundnum aðferðum, þ.e. að búa til meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina án þess að á nokkurn hátt sé sýnt fram á að það muni skila árangri. Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmálin. Það kom nýverið fram í Bretlandi að fjármálaráðherra þess lands lýsti því yfir að áformaðar aðgerðir hans eigin stjórnvalda í loftslagsmálum myndu kosta 1.000 milljarða punda án þess að menn sjái í rauninni fram á hvaða árangri þær muni skila. Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju, með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri.



 1. gr., svo breytt, samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
8 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  GBS,  JónG,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 1729,2–6 samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
8 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  GBS,  JónG,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 2.–9. gr., svo breyttar, samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
8 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  GBS,  JónG,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.