149. löggjafarþing — 121. fundur
 12. júní 2019.
innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 637. mál (lækkun iðgjalds). — Þskj. 1043, nál. m. brtt. 1501.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:30]

[11:27]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði gegn þessu frumvarpi og við tökum undir umsögn Neytendasamtakanna þar sem segir, með leyfi forseta:

„Neytendasamtökin gjalda varhuga við þeim breytingum sem lagðar eru fram í frumvarpinu á lækkun iðgjalds viðskiptabanka og sparisjóða til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) þar sem ekki hefur farið fram nákvæmt mat á hæfilegri stærð TIF, eins og fram kemur í frumvarpinu.

Þá telja samtökin affarasælla ef efnisþáttur frumvarps þessa yrði tekinn fyrir samhliða innleiðingu DGS III og BRRD-tilskipana Evrópusambandsins þar sem þær munu hafa í för með sér gagngerar breytingar á regluverki innstæðutrygginga. Samtökin telja því í ljósi efnahagshrunsins 2008 varhugavert að lækka iðgjöld aðildarfélaga þegar ekki liggur fyrir festa í því regluverki sem ætlunin er að koma til framkvæmda.“

Þetta er gagnrýni sem við í Samfylkingunni tökum mark á og við munum ekki greiða frumvarpinu atkvæði okkar.



[11:28]
Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Tryggingarsjóður innstæðueigenda stendur vel. Hann er margfalt á við það sem nýjar tilskipanir sem við munum sjálfsagt innleiða á komandi misserum gera ráð fyrir og því er eðlilegt að lækka iðgjöld í Tryggingarsjóðinn. Við teljum líka og verðum að hafa í huga að þetta er íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtækin. 3–4% af rekstrarkostnaði eru fólgin iðgjöldunum. Fyrir litlu fjármálafyrirtækin, sparisjóðina, eru þetta 7–8% og þess vegna leggur meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar til þrepaskipt iðgjald sem sætir hins vegar gagnrýni og hefur sætt gagnrýni frá hendi stóru viðskiptabankanna eins og þingmenn geta kynnt sér. Þess vegna hef ég óskað eftir því að nefndin fjalli um og gefi þessum aðilum (Forseti hringir.) tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri milli 2. og 3. umr. En ég stend við það að skynsamlegt er að lækka iðgjaldið og það er skynsamlegt að stuðla að aukinni samkeppni með þrepaskiptu iðgjaldi, líkt og meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til.



[11:29]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég var á nefndaráliti meiri hlutans með fyrirvara og hann snýr að því að þó að það sé rétt að sjóðurinn standi mjög vel í dag og sé í rauninni ekki beint ástæða til að gera þetta ekki, að svo stöddu, hafi verið fínt að lækka þetta iðgjald og enn fremur er ég mjög hlynntur því að við séum að þrepaskipta til stuðnings þeim fyrirtækjum sem eru þá smærri. Ég er á því að við þurfum að hugsa svolítið vel um þetta mál, jafnvel bara strax í haust, og skoða það nánar hvernig þetta kemur til með að vera til framtíðar, hvernig þetta kemur til með að þróast í ljósi þess að við höfum séð áföll hjá Tryggingarsjóði innstæðueigenda áður. Þetta er svolítið fallvalt þannig að ég held að það þurfi að skoða í breiðari skilningi hvernig við ætlum að nálgast þessi mál til framtíðar.



Brtt. í nál. 1501,1 samþ. með 45:6 atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AFE,  ÁÓÁ,  GBr,  GuðmT,  HVH,  OH.
2 þm. (GIK,  IngS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  JónG,  LE,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 45:6 atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AFE,  ÁÓÁ,  GBr,  GuðmT,  HVH,  OH.
2 þm. (GIK,  IngS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AIJ,  BjG,  GÞÞ,  JónG,  LE,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1501,2 (ný 2. gr.) samþ. með 44:6 atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AFE,  ÁÓÁ,  GBr,  GuðmT,  HVH,  OH.
2 þm. (GIK,  IngS) greiddu ekki atkv.
11 þm. (AIJ,  BergÓ,  BjG,  GÞÞ,  JónG,  LE,  SÁA,  SSv,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og viðskn.