149. löggjafarþing — 125. fundur
 19. júní 2019.
veiting ríkisborgararéttar, frh. 3. umræðu.
frv. allsh.- og menntmn., 966. mál. — Þskj. 1810.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:36]

Frv.  samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  NMG,  JarÁ,  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  HKF,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓHall,  ÓBK,  PállM,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
2 þm. (BergÓ,  SDG) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁslS,  BN,  HSK,  HallM,  HarB,  RBB,  SIJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:33]
Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað og held hefðbundna atkvæðaskýringu mína undir þessum lið. Enn og aftur vil ég segja að þetta hefur ekkert með það ágæta fólk sem nú öðlast ríkisborgararétt að gera, heldur vil ég enn einu sinni ítreka athugasemdir mínar við það verklag sem viðhaft er um veitingu ríkisborgararéttar með þeim hætti sem við gerum.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafði gefið ádrátt um að þessar reglur yrðu teknar til endurskoðunar. Nú veit ég ekki hvað verður þar sem — þó að nú sé vissulega dómsmálaráðherra að störfum reikna ég með að þetta verkefni í bíði nýs dómsmálaráðherra hvenær sem hann verður skipaður. En ég vil ítreka að ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu eins og ég hef gert um þetta mál hingað til. Það hefur ekkert með það fólk sem öðlast ríkisborgararétt að gera, heldur er það áframhaldandi gagnrýni á verklagið sem viðhaft er.



[16:35]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Í ljósi þess sem hv. þingmaður nefndi áður með verklagið held ég að enginn sé þeirrar skoðunar að verklagið í dag sé gott. Því er ábótavant, það er óumdeilt. Nákvæmlega á hvaða veg það kemur til með að breytast með tímanum þarf tíminn að leiða í ljós og sér í lagi allsherjar- og menntamálanefnd á næsta þingi en til umræðu hefur verið að nefndin leggi fram frumvarp sem muni þá skerpa á ýmsum reglum og breyta þeim. Það er umræða sem við tökum á næsta þingi. Það hefði verið óskandi ef það hefði tekist á þessu þingi en því miður tókst það ekki.

Ég tel þó einsýnt, vil ég segja, að ekki sé hægt að afnema það ferli sem hefur viðgengist í meginatriðum að Alþingi veiti ríkisborgararétt með þessum reglulega hætti. Það er einfaldlega ekki þannig að fólk geti komist fyrir svo mikið í boxi. Að mínu mati er það a.m.k. ekki tímabært á næstunni. En ég greiði atkvæði með málinu og (Forseti hringir.) vona að sem flestir aðrir geri það líka.