149. löggjafarþing — 132. fundur
 2. september 2019.
raforkulög og Orkustofnun, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 782. mál (EES-reglur, viðurlagaákvæði). — Þskj. 1242, nál. m. brtt. 1557, nál. 1586.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:42]

[11:28]
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum hér að afgreiða mál sem hefur verið í vinnslu hjá stjórnvöldum og Alþingi í næstum áratug. Þetta tiltekna mál felur ekki í sér neina grundvallarbreytingu á skipan raforkumála á Íslandi. [Kliður í þingsal.] Stóru breytingarnar voru lögfestar fyrir meira en 15 árum og sumt leiðir beinlínis af aðild okkar að EES-samningnum. Veigamikið atriði þriðja orkupakkans um kerfisáætlun Landsnets hefur þegar verið lögfest. Ísland fékk undanþágu frá öðru veigamiklu atriði varðandi eigendaaðskilnað Landsnets. Eftir standa atriði á borð við aukið sjálfstæði raforkueftirlitsins sem er sjálfsagt og eðlilegt. Umræðan mun að sjálfsögðu halda áfram þannig að þeir sem tala um að það sé mjög vont mál fyrir okkur sem styðjum þetta mál þá er það alls ekki svo, sem betur fer mun umræðan um orkumál halda áfram. Markmið þessa regluverks er frjáls viðskipti neytendum til hagsbóta og mín skoðun er sú að við eigum ekki að hverfa frá því markmiði heldur leita leiða til að ná því enn betur fram.



[11:29]
Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mikið hefur verið rætt og ritað um innleiðingu þriðja orkupakkans og engu við það að bæta. Eftir að hafa farið yfir málið í heild sinni virðast engin stórtíðindi birtast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Þau birtust með innleiðingu fyrsta og annars pakkans. Með þriðju raforkutilskipuninni var einkum leitast við að taka á eftirfarandi atriðum: Hert á kröfum um aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisþátta, raforkueftirlitið eflt, samstarf raforkueftirlita aukið og neytendavernd aukin. Því má segja að breytingarnar birtist í þessu frumvarpi, þ.e. aukin neytendavernd.

Þegar annar orkupakkinn var innleiddur var gerð sú krafa að raforkueftirlitið yrði óháð hagsmunum raforkufyrirtækja og með þriðju tilskipuninni er gert ráð fyrir að einungis eitt stjórnvald fari með raforkueftirlitið. Það skal einnig vera lagalega aðgreint frá óháðum opinberum aðilum eða einkaaðilum og því er varðar starfsemi. Aðildarríkin skulu ábyrgjast sjálfstæði eftirlitsvaldsins og þannig tryggja óhlutdrægni.

Ég styð þetta frumvarp til hagsbóta (Forseti hringir.) fyrir neytendur á raforkumarkaði í landinu.



[11:31]
Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem upp til að gera grein fyrir afstöðu Miðflokksins til þessa frumvarps. Markmið þess er að gera Orkustofnun þannig úr garði að hún geti sinnt nauðsynlegu hlutverki tengdu framsali ákvörðunarvalds í orkumálum til erlendra stofnana undir þeim formerkjum að auka eigi sjálfstæði stofnunarinnar. Hugtakinu sjálfstæði er í því máli snúið á hvolf til að breiða yfir að í því efni er stofnunin tekin undan valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa hér á landi. Þá er stofnuninni, sem lýtur engu innlendu lýðræðislegu aðhaldi, falið vald til að leggja verulega háar sektir á innlend fyrirtæki á sviði orkumála.

Miðflokkurinn hafnar þessu frumvarpi.



[11:32]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að ræða þetta átta blaðsíðna plagg sem er sú innleiðing þriðja orkupakkans sem endar í íslenskri löggjöf. Þetta eru átta blaðsíður, þetta er ekki mikið. Lagatextinn sjálfur er á tæplega tveimur blaðsíðum og ég hvet alla til að lesa þetta frumvarp vegna þess að þá kemur svo augljóslega í ljós hve mikið smámál þetta er. Ég velti fyrir mér hvar allt landráðið sé, ætli það sé í 1. gr. eða 2. gr. þar sem er talað um tekjumörk vegna gjaldtöku? Eða ætli það sé í 4. gr. þar sem Orkustofnun fær stjórnvaldssektarheimildir og áminningarheimildir? Eða ætli það sé hækkunin um 0,18 aura eða 0,45 aura á kílóvattstund í 6. gr.? Hvar er þetta fullveldisafsal? Hvar er ACER og ESA hérna inni? Hvar eru þessar hörmungar sem koma í íslenska löggjöf í kjölfar þessa máls? Þær eru ekki þarna, virðulegi forseti. Mér þætti vænt um að fólk myndi bara lesa þetta blað. Það má finna á heimasíðu Alþingis. Þetta er mál nr. 782, maður fer inn í þingmál, svo frumvörp og leitar þar að 782. Lesið þetta og þið sjáið hvað þetta er hjákátlegur málflutningur frá (Forseti hringir.) hv. þingmönnum Miðflokksins og örfáum til viðbótar.



[11:33]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Því var lengi vel haldið fram að innleiðing þriðja orkupakkans hefði í raun nánast engin áhrif á Íslandi en á sama tíma lá fyrir í þinginu þetta frumvarp sem við erum að fara að greiða atkvæði um, frumvarp um að breyta eðli Orkustofnunar og gera hana í raun að landsreglara fyrir Ísland, færa stofnunina undan lýðræðislegu valdi innan lands og láta hana heyra undir ólýðræðislegt, erlent vald í staðinn. Ég hef að undanförnu bent á málaferli Evrópusambandsins gagnvart Belgíu, ekki hvað síst fyrir það að stofna til þessara málaferla, að Belgar þóttu ekki hafa fært sínum landsreglara nógu ótvírætt og mikið vald og vildu sjálfir halda valdinu að einhverju leyti hjá þingi og ríkisstjórn. Svar þeirra sem vilja samþykkja þetta frumvarp um Orkustofnun er að með því göngum við lengra en Belgar. Við ætlum að fara alla leið, verða við kröfu Evrópusambandsins um að íslenski landsreglarinn hafi óskorað vald yfir framkvæmdum í orkumálum og ákvarðanatöku um tengingu landsins (Forseti hringir.) við raforkukerfi Evrópu.



[11:35]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér finnst áhugavert að fylgjast með hvernig málflutningurinn breytist. Núna er vandinn sá að Orkustofnun verði of sjálfstæð, ekki það að hún verði hluti af Evrópusambandinu eða að Evrópusambandið komi með einhverja stofnun hingað heldur eigum við núna að vera ægilega hrædd við að Orkustofnun verði sjálfstæðari í störfum sínum. Æ, nei, hvílíkt fullveldisframsal — eða hitt þó heldur. [Hlátur í þingsal.]

Ítrekað er minnst á málið gegn Belgíu. Auðvitað eigum við að standa við þær skuldbindingar sem við samþykkjum að gera. Það eru ekki fréttir að samningum sé framfylgt, að alþjóðasamningum sé framfylgt að alþjóðarétti. Það eru ekki fréttir. Það er ekki ógn. Það er nokkuð sem við viljum sjálf hafa til staðar. Ef ske kynni að einhver annar bryti á samningum við okkur eru til leiðir til að leysa úr slíkum ágreiningi og þess vegna eru t.d. til þessar leiðir núna gegn Belgíu. Ég vil bara taka það fram af því að Belgía er oft nefnd að það sem Belgía gerði ekki er það sem við erum að gera hér. Varla fer ESA að vera leiðinleg við okkur yfir því, er það? Nei, það eina sem finnst í þessari orðræðu er það að ef fólk stendur ekki við samninga sína eru eðlilega afleiðingar af því. (Forseti hringir.) Það eru ekki fréttir, virðulegi forseti, það er eðlilegt og þannig ættum við að vilja hafa það vegna hagsmuna okkar, réttinda og fullveldis.



[11:36]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Setningin „Ráðherra ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd þess“ í 3. gr. er kannski það sem sumir velta fyrir sér. En það breytir hins vegar engu. Það eru gefnar út reglugerðir af ráðherra um það hvernig Orkustofnun starfar. Við búum enn þá til lög á Íslandi um það hvernig þetta virkar allt. Eftir þeim lögum og reglugerðum starfar stofnunin. Þar sem er verið að fjarlægja hérna er geðþóttavald ráðherra um ákvarðanir Orkustofnunar. Það er sjálfstæðið. Við erum að forðast geðþóttavald ráðherra. Það hefur verið nógu slæmt í gegnum tíðina. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[11:38]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að þakka þeim stuðningsmönnum þessa frumvarps sem hafa stigið hér upp til að ræða atkvæðagreiðsluna og útskýra hvað mönnum gengur raunverulega til. Það er sem sagt það að uppfylla kröfur Evrópusambandsins betur en Belgía með því að innleiða að fullu kröfurnar sem Evrópusambandið gerir til landsreglaranna. Hvað felst í þeim kröfum? Á hverju klikkuðu Belgarnir? Hvar gengu þeir ekki nógu langt að mati Evrópusambandsins? Jú, með því að trúa því að þeir gætu, þrátt fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans, skilið eftir vald hjá þingi landsins, hjá kjörnum fulltrúum, yfir framkvæmdum í raforkumálum og skilyrðum fyrir tengingu við raforkukerfi Evrópusambandsins. Nú hafa þó stuðningsmenn þessa máls skýrt það að þetta sé bara gert til að standa við gerða samninga, ef svo má segja, og það eru þá samningar um að taka vald af þessari stofnun og færa það til stofnunar sem lýtur ekki lýðræðislegu valdi.



[11:39]
Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í tilefni af ummælum síðasta hv. ræðumanns er rétt að geta þess að það er ekki nýmæli að svo sé mælt fyrir um í lögum að einstakar stofnanir séu sjálfstæðar í störfum sínum og hafi sjálfstætt úrskurðarvald. Það er ekki nýmæli. Það á við um mjög margar eftirlitsstofnanir í þessu samfélagi. Það breytir ekki því að þær starfa eftir þeim lagaramma og reglugerðaramma sem ákveðinn er, en þær eru hins vegar sjálfstæðari í einstökum ákvörðunum. Við getum nefnt samkeppniseftirlit, fjármálaeftirlit, fjölmargar eftirlitsstofnanir sem hafa svipað hlutverk og Orkustofnun mun hafa í þessu tilviki, þannig að það er ekkert nýmæli og alveg ástæðulaust að búa til einhverjar draugasögur í kringum það.



[11:40]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þeim sem hafa áhyggjur af þessu frumvarpi bendi ég á að horfa á það sem er í boði. Ef nýja stjórnarskráin væri komin gætu 10% þjóðarinnar kallað málið til sín. Það sem við sjáum í heildarorkupakkamálinu er að í dag hafa um 7% þjóðarinnar skrifað undir það að vilja ekki láta samþykkja það. Þau 17.000 eða 16.000 manns ættu að horfa til þess hvað er í boði núna á þessu kjörtímabili samkvæmt stjórnarsáttmálanum, samkvæmt starfshópi á forræði hæstv. forsætisráðherra sem allir flokkar eiga aðild að, líka fulltrúar Miðflokksins. Þar hefur hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson setið, hv. þm. Bergþór Ólason kemur stundum í hans stað ef hann forfallast. Það er í boði á þessu kjörtímabili, fyrir lok kjörtímabilsins, að þjóðin sjálf geti kallað til sín frumvörp sem Alþingi samþykkir. Þetta er það sem við eigum að horfa til. Ef við værum búin að innleiða þetta væri þriðji orkupakkinn ekki það vandamál sem hann er. Hann skapaði ekki þennan klofning. Þjóðin myndi geta kallað málið til sín.



 1. gr. samþ. með 45:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
5 þm. (AFE,  HVH,  OH,  SÁA,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:43]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka fram að í 1. og 2. gr. frumvarpsins erum við að greiða atkvæði um tekjumörk vegna gjaldtöku, sem sé ekki fullveldisframsal, ekki landráð, ekki að setja neitt vald til Evrópu. Þetta eru tekjumörk vegna gjaldtöku, er vel útskýrt í greinargerð.



 3. gr. samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:43]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um 3. gr. frumvarpsins sem fjallar um sjálfstæði Orkustofnunar. Ég vildi bara segja það í ljósi orðaskiptanna áðan að ég myndi styðja þessa grein alveg óháð því hvað Evrópusambandinu fyndist um það. Mér finnst þetta góð grein. Mér finnst þetta góð hugmynd og mér finnst að við ættum að styðja þetta, algjörlega burt séð frá EES-samstarfinu.



Brtt. í nál. 1557,1 samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:45]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér finnst mikilvægt að við förum vel í gegnum þetta þannig að við pössum að hérna sé hvorki landráð né fullveldisframsal. Hérna greiðum við atkvæði um 4. gr. sem fjallar um það að Orkustofnun fái heimild til að veita áminningar og stjórnvaldssektir.



 5.–8. gr. samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:45]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um 5.–8. gr. Í 5. og 7. gr. er fjallað um kæruheimildir sem fara til úrskurðarnefndar raforkumála, ekki til ACER, ekki til ESA, heldur til úrskurðarnefndar raforkumála á Íslandi. Fjallað er um gjaldtöku í 6. gr. þar sem gjöld eru hækkuð um hluta af aurum per kílóvattstund, sjálfsagt um nokkra tugi króna fyrir hvert heimili í landinu. Það er allt fullveldisframsalið þar. Í 8. gr. er aftur fjallað um sjálfstæði Orkustofnunar. 9. gr. er síðan gildistökuákvæðið sem ég held að skýri sig sjálft, greinilega ólíkt hinu.



Brtt. í nál. 1557,2 samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 9. gr., svo breytt, samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.