149. löggjafarþing — 132. fundur
 2. september 2019.
raforkulög, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 792. mál (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku). — Þskj. 1253, nál. m. brtt. 1555, nál. 1584.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:25]

[12:19]
Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með frumvarpinu sem við erum að taka til atkvæðagreiðslu hér er lagt til að við raforkulög verði bætt nýju ákvæði um að um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Það er þingsályktunartillagan sem við vorum að samþykkja rétt áðan.

Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja að ef ákvörðun um að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi annarra landa verður tekin skuli framkvæmdin vera í samræmi við stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Er því verið að breyta raforkulögum til samræmis við tillögu til breytingar á þingsályktunartillögu sem var lögð fram samhliða frumvarpi þessu og við vorum að samþykkja. Meiri hluti nefndarinnar bendir á að verið er að breyta lögum til samræmis við fyrrnefnda breytingu á þingsályktun þar sem lagt er til að kveðið verði á um að ekki verði ráðist í lagningu sæstrengs nema að undangengnu samþykki Alþingis. Þá fylgir með, sem fylgirit með þessu plaggi meiri hlutans, áliti, fyrirvarinn sem lengi var leitað hér í vor, sem lá alltaf fyrir í gögnum þingsins en var gert mikið havarí út af í tengslum við málið.



[12:20]
Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað til að gera grein fyrir afstöðu Miðflokksins til þessa máls. Það er mjög of ið sama far og það sem var næst á undan. Hér er á ferð einn af þessum innihaldslausu fyrirvörum sem settir eru til að fegra málið en hafa ekkert gildi að þjóðarétti. Það er haldlaust.

Það má vera hv. þingmönnum til umhugsunar að við gengum í hið Evrópska efnahagssvæði með það að markmiði að greiða leið íslenskra afurða inn á hinn evrópska markað en við erum í þeim sporum núna að standa frammi fyrir því að í staðinn fyrir að fylgt sé þeirri stefnu sem þá var mörkuð, að hægt væri að semja um gagnkvæman aðgang að markaði, stöndum við í þeim sporum að fyrir aðgang að hinum evrópska markaði erum við krafin (Forseti hringir.) um aðgang að íslenskum auðlindum.

Við segjum nei við öllum þessum málatilbúnaði.



[12:22]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er frumvarp sem festir í sessi það sem við samþykktum í þingsályktun áðan, að ef það á að leggja sæstreng verði það með aðkomu Alþingis. Við vitum hvernig sú aðkoma þarf að vera. Það er þingsályktun og rétt eins og um þriðja orkupakkann sem var þingsályktun er hægt að beita málþófi. Það segir líka að það verði að vera ítarleg rannsókn á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum. Þingmenn vita allir að það sem þetta býr til er tækifæri fyrir minni hluta á Alþingi sem vill ekki sæstreng til að geta stundað málþóf í framtíðinni til að stöðva hann.

Þá segja menn: Já, en þetta er ekki nóg. Nei, þetta er kannski ekki nóg en það þýðir að þessi réttur virkjast þá. Með því að samþykkja þetta frumvarp og gera að lögum virkjast sá réttur. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Geta Miðflokksmenn í alvörunni ekki sagt: Já, þetta er alla vega gott þó að það sé ekki nóg. Það býr alla vega til þetta smávægilega atriði þarna, smávægilegar varnir síðar. Er það ómögulegt? Má ekki benda á neitt sem er gott? Verður alltaf að vera á móti öllu?



[12:23]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil benda hv. þingmönnum á að þetta mál er ekki hluti af þriðja orkupakkanum (Gripið fram í: Nákvæmlega.) og ekki heldur málið sem við samþykktum áðan. Fyrstu tvö málin eru það. Fyrsta málið var þingsályktunartillaga um að samþykkja þriðja orkupakkann. Annað málið var frumvarp um innleiðingu á þeim orkupakka í íslensk lög. Þau tvö mál, það sem við erum að greiða atkvæði um núna og það sem var áðan, eru eitthvað sem Íslendingar ákveða að setja upp á sitt eindæmi og að eigin frumkvæði og af ástæðum sem einungis komu fram á Íslandi, hvergi í ESB, til þess að koma til móts við áhyggjur sem fólk hafði af orkupakka þrjú. Atkvæði gegn því máli og málinu sem var hér á undan er ekki atkvæði gegn orkupakka þrjú né neinu sem í honum kemur fram, ekki staf, ekki neinu. Við erum aðeins að spyrja að því hvort við ætlum að láta Alþingi ákveða það hvort hér verði lagður sæstrengur eða ekki. Það er sjálfstæð ákvörðun okkar. Ég vil bara halda því til haga ef fólk heldur að það sé að greiða atkvæði gegn þriðja orkupakkanum með því að greiða atkvæði gegn þessu máli. Það myndi einungis sýna enn þá betur fram á hvað skilningsleysið virðist vera algjört.



Brtt. í nál. 1555,1 samþ. með 46:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
5 þm. (AFE,  ÁI,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 47:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:25]
Jón Þór Ólafsson (P):

Þetta er síðasti séns. Það er enn þá hægt að greiða atkvæði. Það er enn þá hægt að snúa atkvæði sínu. Þetta er síðasti séns til að reisa upp varnir síðar í þessu ferli ef þjóðin er ekki sjálf komin með réttinn til að kalla mál til sín, til að kalla frumvörp frá Alþingi, sem er í boði núna á þessu kjörtímabili og Miðflokkurinn getur tekið þátt í því í starfshópi Katrínar Jakobsdóttur um breytingu á stjórnarskránni, að 10% þjóðarinnar geti kallað mál til sín. Ef það verður ekki komið er verið að reisa varnir af því að Miðflokkurinn hefur skrifað frá sér þann rétt að stunda málþóf í þessu, gerði það í vor, fékk þennan stubb núna, tvo daga plús einn. Það er undirritaður samningur um það, hv. þingmaður sem brosir yfir því, og þar er það bundið samkvæmt þingsköpum, samkvæmt lögum þingsins og leikreglum, að Miðflokkurinn — og það er sagt þingflokkurinn — afsali sér rétti til að stunda málþóf áfram í málinu. En það er verið að reisa upp varnir fyrr í ferlinu. Ef það á að fara í að búa til sæstreng eða tengja Ísland með sæstreng verður Alþingi að koma að því. Verið er að reisa upp þær varnir að þá væri hægt að stunda málþóf. Ef menn væru gríðarlega ósáttir á þeim tíma (Forseti hringir.) gæti þjóðin sagt: Við viljum þá úr EES-samstarfinu. Það er verið að reisa varnir og Miðflokkurinn vill ekki taka þátt í því að gera það. Hvers vegna ekki? (Forseti hringir.) Þetta er ekki málefnalegt og ég get ekki séð neitt út úr því annað en að það á frekar að stunda stjórnmál en að halda uppi vörnum fyrir landsmenn (Forseti hringir.) hvað þetta varðar.



 2. gr. samþ. með 47:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1555,2 (ný fyrirsögn) samþ. með 47:12 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HHG,  IÞ,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SMc,  SSv,  UBK,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁsF,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  IngS,  JBÓ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorgS,  ÞorS.
4 þm. (AFE,  HVH,  OH,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Frumvarpið gengur til 3. umr.