150. löggjafarþing — 23. fundur
 22. október 2019.
ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum.
beiðni JÞÓ o.fl. um skýrslu, 254. mál. — Þskj. 275.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:56]

Beiðni leyfð til dómsmálaráðherra  með 47 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ArnaJ,  ÁÓÁ,  ÁlfE,  ÁsgG,  ÁslS,  BergÓ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BLG,  BN,  ElE,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HarB,  HBH,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KTraust,  LA,  LínS,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  RBB,  SPJ,  SVS,  SJS,  UBK,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞSÆ.
16 þm. (AIJ,  ATG,  ÁsmD,  BHar,  HVH,  HHG,  IngS,  KÞJ,  LE,  NTF,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SÞÁ,  SSv,  ÞorstV) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:55]
Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Þetta er beiðni til dómsmálaráðherra um skýrslu um ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum. Til að það sem hefur komið skýrt fram í starfi mínu og annarra sem eru hérna fyrir þingflokka sína sem talsmenn barna í þeim tilgangi að hafa réttindi barna að leiðarljósi í starfi sínu er ákveðin óvissa um hvar ábyrgðin liggur raunverulega á því að framfylgja þeim lögum og reglum sem eru í landinu og væru um margt mjög góð ef þeim væri framfylgt. Það sem hefur komið fram, bæði frá UNICEF og umboðsmanni barna, er að brotalömin er aðallega í innleiðingu á þessum lögum og framfylgd með þeim. Með þessu fáum við skýr svör um réttindi barna, hver beri ábyrgð á því að framfylgja þeim þannig að við á þinginu, við sem talsmenn barna og við sem þingmenn, getum sinnt hlutverki okkar í að tryggja að lögunum sé framfylgt, að réttindi barna séu vernduð og þau höfð í forgangi, (Forseti hringir.) eins og segir í lögum um réttindi barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna.