150. löggjafarþing — 23. fundur
 22. október 2019.
ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn, fyrri umræða.
stjtill., 188. mál (fjármálaþjónusta, neytendavernd, EES-reglur). — Þskj. 190.

[15:00]
utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Með þessari þingsályktunartillögu er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 sem mælir fyrir um að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/1011 á sviði fjármálaþjónustu og neytendaverndar verði tekin upp í EES-samninginn. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðunarvísitalna og eftirlit. Reglugerðinni er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og stuðla að áreiðanlegri viðmiðunarvísitölum.

Ég legg til, virðulegi forseti, að að lokinni umræðu verði tillögu þessari vísað til hv. utanríkismálanefndar.



Till. gengur til síðari umr. 

Till. gengur til utanrmn.