150. löggjafarþing — 41. fundur
 9. desember 2019.
Frestun á skriflegum svörum.
raforkuflutningur í Finnafirði, fsp. HKF, 353. mál. — Þskj. 410.
skerðingar á lífeyri almannatrygginga, fsp. ÓÍ, 378. mál. — Þskj. 470.
friðlýst svæði, fsp. KGH, 373. mál. — Þskj. 463.

[15:02]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 410, um raforkuflutning í Finnafirði, frá Hönnu Katrínu Friðriksson; frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 470, um skerðingar á lífeyri almannatrygginga, frá Ólafi Ísleifssyni, og loks frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 463, um friðlýst svæði, frá Karli Gauta Hjaltasyni.