150. löggjafarþing — 46. fundur
 16. desember 2019.
tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, frh. 2. umræðu.
frv. BHar o.fl., 104. mál (Grænland og Færeyjar). — Þskj. 104, nál. 653.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:36]

 1. gr. samþ. með 61 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
2 þm. (GÞÞ,  ÓÍ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:35]
Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingu á lögum sem heita tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Það eru málefni sem snerta vestnorrænu þjóðirnar, samstarf og samhug. Þetta frumvarp er í anda uppbyggingar, aðstoðar og velvildar en ekki bara það, þarna liggur að baki skynsemi, sanngirni og beinir efnahagslegir hagsmunir fyrir Ísland og þær þjóðir sem verða aðilar að því endurgreiðsluformi sem í gildi er. Þarna er Ísland í þeirri fremur sjaldgæfu stöðu að vera stóri bróðirinn í samstarfinu.

Þetta er í anda góðrar norrænnar samvinnu og því segi ég auðvitað já.



 2.–3. gr. samþ. með 61 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.