150. löggjafarþing — 46. fundur
 16. desember 2019.
rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, frh. síðari umræðu.
þáltill. ÁÓÁ o.fl., 22. mál. — Þskj. 22, nál. m. brtt. 665.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:17]

[19:15]
Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mikið er ég ánægður með að svo virðist sem þingheimur sé núna að sameinast í stuðningi við þetta þingmannamál. Þetta er þingmál sem ég lagði fyrst fram á Alþingi fyrir 15 árum og núna, 15 árum síðar, virðist það vera að fara í gegn. Einhvern veginn er viðeigandi að sameinast gegn þunglyndi á þessum tíma árs þegar allt of margir eiga um sárt að binda. Hlutfall eldri borgara sem glíma við þunglyndi er helmingi hærra en gerist hjá öðrum aldurshópum og svo virðist sem sjálfsvíg þessa hóps séu á uppleið.

Kvíði og þunglyndi á ekki að vera eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Vanlíðan eldri borgara snertir ekki einungis þann hóp mjög djúpt heldur einnig alla aðstandendur og fjölskyldur þeirra.

Herra forseti. Einmanaleikinn fer ekki í manngreinarálit. Þunglyndi getur herjað á okkur öll en við getum í sameiningu unnið bug á því.



Brtt. í nál. 665 samþ. með 59:1 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JFF,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
nei:  BN.
3 þm. (GÞÞ,  JónG,  ÓÍ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:17]
Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er mikilvæg tillaga og varpar ljósi á mein sem kallar ekki sjálfkrafa á athygli okkar. Eins og fram kom hjá 1. flutningsmanni hefur hún verið lengi í deiglunni. Sitthvað vitum við um þunglyndi, annað ekki. Við vitum að notkun þunglyndislyfja eykst með hækkandi aldri og er mest á meðal fólks sem er komið yfir sjötugt. Það vex enn við að liggja á sjúkrahúsi og enn frekar við að dvelja á hjúkrunarheimili. Takmarkaðar rannsóknir eru til um raunverulega tíðni þess á Íslandi eða hvernig við bregðumst við og hvaða ráð við eigum.

Því er þessi tillaga löngu tímabær og ég greiði henni glaður atkvæði mitt.



 Tillgr., svo breytt, samþ. með 59:1 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JFF,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
nei:  BN.
3 þm. (GÞÞ,  JónG,  ÓÍ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 59:1 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JFF,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
nei:  BN.
3 þm. (GÞÞ,  JónG,  ÓÍ) fjarstaddir.