150. löggjafarþing — 46. fundur
 16. desember 2019.
landlæknir og lýðheilsa, frh. 2. umræðu.
frv. ÓGunn o.fl., 62. mál (skrá um heilabilunarsjúkdóma). — Þskj. 62, nál. 663.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:23]

 1. gr. samþ. með 60 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  IngS,  JFF,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
3 þm. (ÁsmD,  GÞÞ,  ÓÍ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:21]
Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu lætur ekki mikið yfir sér. Það einkennist af yfirlætisleysi en í hógværð er fegurðin fólgin. Þetta er mikilvæg breyting, kallast á við skipulagsstefnu, upplýsingar og áherslur í heilbrigðisþjónustu. Skráningu er ábótavant í heilbrigðiskerfinu. Embætti landlæknis ber að sjá til þess að hún sé í lagi. Þetta frumvarp kallar fram ýmsar brotalamir á því sviði. Við vitum harla lítið um afdrif sjúklingahóps sem telur nærfellt 5.000 einstaklinga, hóps sem þarfnast sérfræðiþjónustu fagfólks, raunar frá upphafi greiningar.

Við þurfum að bæta hér úr. Að því miðar þetta góða frumvarp og ég styð það heils hugar.



[19:22]
Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um lítið og yfirlætislítið frumvarp sem skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli. Með samþykkt þessa frumvarps lyftum við heilabilunarsjúkdómum upp í umræðunni. Við erum í rauninni að segja sem löggjafarsamkunda að þessir sjúkdómar skipti okkur sem samfélag gríðarlega miklu máli og að við viljum sem samfélag vita það um þá sem hægt er að vita.

Þetta er mikið fagnaðarefni og ég þakka hv. velferðarnefnd fyrir vinnuna við frumvarpið.



 2. gr. samþ. með 59 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.