150. löggjafarþing — 47. fundur
 17. desember 2019.
breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 315. mál (alþjóðlegar skuldbindingar). — Þskj. 764.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:36]

[14:35]
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi koma hingað og þakka umhverfis- og samgöngunefnd fyrir góð störf í þessu máli og öðrum er tengjast þessum málaflokki. Varðandi þetta mál, sem kannski lætur ekki mikið yfir sér, er það engu að síður þannig að Ísland er í fararbroddi ríkja í heiminum þegar kemur að öryggismálum í samgöngum, ekki síst á sjó. Það mál sem við erum að samþykkja hérna tryggir svolítið þá stöðu okkar að til okkar er horft um allan heim, hvernig við höfum náð frábærum árangri í öryggismálum á sjó. Þetta frumvarp er undirstrikun á því að við ætlum að halda áfram að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem best ganga um þessa auðlind og tryggjum öryggi þeirra sem nýta hana á hverjum tíma.



Frv.  samþ. með 60 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
3 þm. (GÞÞ,  IngS,  ÓÍ) fjarstaddir.