150. löggjafarþing — 47. fundur
 17. desember 2019.
landlæknir og lýðheilsa, frh. 3. umræðu.
frv. ÓGunn o.fl., 62. mál (skrá um heilabilunarsjúkdóma). — Þskj. 62.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:37]

Frv.  samþ. með 59 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  HildS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorgS,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
4 þm. (GÞÞ,  IngS,  LE,  ÓÍ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:37]
Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við göngum hér á grænu ljósi til móts við framtíðina. Það er mjög mikið fagnaðarefni að sjá að þingheimur skuli sameinast um þessa litlu en mikilvægu breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu þar sem við tökum það inn í lögin að gagnagrunnar um heilabilun skuli vera á forræði landlæknis og landlækni falið að sjá um það verkefni. Það mun bæta áætlunargerð og það verður til heilla fyrir þennan stóra hóp einstaklinga á Íslandi sem á við þessi vandamál að stríða.