150. löggjafarþing — 61. fundur
 20. feb. 2020.
persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga, frh. 2. umræðu.
frv. allsh.- og menntmn., 555. mál (þagnarskylda persónuverndarfulltrúa). — Þskj. 914.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:30]

[12:27]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hérna upp vegna umræðu okkar flutningsmanns þessa frumvarps, hv. þm. Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, við 1. umr. þar sem ég spurði hv. þingmann hvort verið væri að binda hendur persónuverndarfulltrúa, eins og frumvarpið mælir fyrir um, of mikið og takmarka tjáningarfrelsi viðkomandi of mikið ef hann verður vitni að einhverju misjöfnu í störfum sínum. Við samþykktum í fyrra reglur um að opinberir starfsmenn mættu greina frá atvikum ef það varðaði almannaheill. Við erum líka að vinna mál í þinginu er varðar vernd uppljóstrara en svo virðist sem þessari spurningu hafi ekki verið svarað í nefndinni fyrir 2. umr. Mér skilst að málið hafi ekki farið inn í nefndina þannig að ég velti fyrir mér hvort það gæti verið rétt að nefndin fengi bara svör við þeim spurningum hvort við værum að binda þennan einstaka starfsmann of mikið umfram alla aðra starfsmenn.



[12:28]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess sem hv. þm. Helga Vala Helgadóttir fór yfir í sambandi við það hvort þetta byndi hendur persónuverndarfulltrúa of mikið vil ég bara koma því á framfæri fyrir mitt leyti, að hvaða gagni sem það kann að koma, að ég tel svo ekki vera vegna þess að textinn segir að persónuverndarfulltrúa sé „óheimilt að segja frá nokkru því sem hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara“.

Það er sjálfsagt að skoða þetta betur og hafa það á hreinu. Ef það er mögulegt finnst mér það góð málsmeðhöndlun en ég vildi koma upp í ljósi þessa og útskýra mína túlkun á ákvæðinu eins og hún stendur í dag með fyrirvara um téða skoðun.



 1. gr. samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BN,  HallM,  HarB,  HHG,  IngS,  JónG,  JSV,  KGH,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  ValG,  WÞÞ,  ÞorgS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞSÆ.
2 þm. (HVH,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
23 þm. (AIJ,  ÁsmD,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HKF,  KJak,  OH,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:29]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Bara í ljósi þess sem hér hefur komið fram vil ég segja að það varð smámisskilningur milli mín og hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur í umræðunni fyrr um þetta mál. Ég held að það sé allt í lagi að við tökum málið inn og skoðum það í ljósi þeirra þriggja mála sem hér er vitnað til þannig að það sé örugglega samræmi. Það er ekki gott að vera með lög sem er ekki samræmi í þannig að ég held að þetta ætti að taka stutta skoðun og fá bara athugun frá ráðuneytinu og skýringu á textanum þannig að við séum alveg með það á hreinu.

Ég óska því eftir að málið fari á milli umræðna til nefndarinnar.



 2. gr. samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BLG,  BN,  HallM,  HarB,  HHG,  IngS,  JSV,  KGH,  KÓP,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  ValG,  WÞÞ,  ÞorgS,  ÞórP,  ÞSÆ.
2 þm. (HVH,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
27 þm. (AIJ,  ÁsmD,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HKF,  JónG,  KJak,  KÞJ,  OH,  PállM,  RBB,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SMc,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allsh.- og menntmn.