150. löggjafarþing — 65. fundur
 3. mars 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
byggingar- og rekstrarkostnaður tónlistarhússins Hörpu, fsp. BergÓ, 563. mál. — Þskj. 926.
auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, fsp. ÓÍ, 440. mál. — Þskj. 610.
stefna í almannavarna- og öryggismálum, fsp. HSK, 576. mál. — Þskj. 943.
vinnsla og miðlun upplýsinga um umdeildar skuldir, fsp. ÓÍ, 546. mál. — Þskj. 901.
kafbátaleit, fsp. AIJ, 427. mál. — Þskj. 584.
skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, fsp. ÓÍ, 113. mál. — Þskj. 113.
athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, fsp. ÓÍ, 124. mál. — Þskj. 124.
flutningur skimana til Landspítala, fsp. BHar, 574. mál. — Þskj. 941.

[13:32]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirtöldum ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum:

Frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 926, um byggingar- og rekstrarkostnað tónlistarhússins Hörpu, frá Bergþóri Ólasyni, og á þskj. 610, um auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, frá Ólafi Ísleifssyni.

Frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 943, um stefnu í almannavarna- og öryggismálum, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, og á þskj. 901, um vinnslu og miðlun upplýsinga um umdeildar skuldir, frá Ólafi Ísleifssyni.

Frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 584, um kafbátaleit, frá Andrési Inga Jónssyni; á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins til að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, og á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytisins við lögfræðilegar álitsgerðir, frá Ólafi Ísleifssyni.

Loks er það bréf frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 941, um flutning skimana til Landspítala, frá Bryndísi Haraldsdóttur.