150. löggjafarþing — 83. fundur
 26. mars 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
samningar samkvæmt lögum um opinber fjármál, fsp. BLG, 689. mál. — Þskj. 1163.
fjöldi lögreglumanna 1. febrúar 2020, fsp. KGH, 584. mál. — Þskj. 961.
athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD), fsp. UMÓ, 633. mál. — Þskj. 1066.

[13:31]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrir fyrirspurnar á þskj. 1163, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni; frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 961, um fjölda lögreglumanna 1. febrúar 2020, frá Karli Gauta Hjaltasyni, og loks frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1066, um athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), frá Unu Maríu Óskarsdóttur.