150. löggjafarþing — 84. fundur
 30. mars 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
kafbátaleit, fsp. AIJ, 427. mál. — Þskj. 584.
áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga, fsp. HHG, 624. mál. — Þskj. 1052.
athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, fsp. ÓÍ, 124. mál. — Þskj. 124.
skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, fsp. ÓÍ, 113. mál. — Þskj. 113.

[10:02]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 584, um kafbátaleit, frá Andrési Inga Jónssyni; þskj. 1052, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga, frá Helga Hrafni Gunnarssyni; á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir og á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, báðar frá Ólafi Ísleifssyni.