150. löggjafarþing — 93. fundur
 28. apríl 2020.
breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 722. mál (meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.). — Þskj. 1250, nál. 1272, nál. m. brtt. 1275, breytingartillaga 1273 og 1276.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[17:44]

[17:40]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Atkvæðagreiðslan mun fara fram með þeim hætti að forseti lætur hverja atkvæðagreiðslu standa yfir á meðan þingmenn koma hver á fætur öðrum í þingsalinn en þó þannig að gætt sé fjarlægðarmarka. Forseti mun jafnframt hringja bjöllu á mörkum hverra atkvæðagreiðslna.



Brtt. í nál. 1275 felld með 32:4 atkv. og sögðu

  já:  GBS,  KGH,  SPJ,  ÞorS.
nei:  AFE,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG.
8 þm. (HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  GIK,  HSK,  HarB,  IngS,  LínS,  LE,  ÓÍ,  SDG,  SIJ,  SilG,  SMc,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:42]
Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu 1. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem gert er ráð fyrir því að 1.–4. gr. og 9. gr. frumvarpsins verði óbreyttar en hinar greinarnar, 5., 6., 7., 8., 10., 11. og 12. gr., falli út. Við teljum í fyrsta lagi sumar af þessum greinum óþarfar, að ekki sé tilefni til að fara í þessar breytingar, og aðrar greinar varasamar, að þær stefni réttaröryggi í óvissu og hættu eins og 5. og 6. gr.

Ég legg því til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.



Brtt. 1276,1–2 felld með 32:7 atkv. og sögðu

  já:  GBS,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  KGH,  SPJ,  ÞorS.
nei:  AFE,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG.
5 þm. (HKF,  JSV,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  GIK,  HSK,  HarB,  IngS,  LínS,  LE,  ÓÍ,  SDG,  SIJ,  SilG,  SMc,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:45]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég legg fram þessa breytingartillögu ásamt hv. þm. Önnu Kolbrúnu Árnadóttur úr Miðflokknum þótt við séum reyndar ekki sammála um nefndarálit við málið. Þessi breytingartillaga felur í sér að bæta við 5. og 6. gr. frumvarpsins tillögum sem komu frá Persónuvernd. Meiri hlutinn taldi það óþarft eða jafnvel geta þvælst fyrir en við hv. þingmaður erum ósammála því mati og leggjum því hér fram þá tillögu. Ég vil halda því til haga í fjarveru hv. þingmanns að hennar fyrsta tillaga var að fella þessar greinar brott.



Brtt. 1273,1–11 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórdG,  ÞSÆ.
5 þm. (BirgÞ,  KGH,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
17 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BjarnB,  BLG,  GIK,  HSK,  HarB,  IngS,  LínS,  LE,  ÓÍ,  SIJ,  SilG,  SMc,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:49]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði með þessum breytingartillögum en ég vil halda því til haga að við erum hérna svolítið að spara atkvæðagreiðslurnar. Upprunalega planið var að vera á gulu við einhver af þessum ákvæðum. Þess vegna vil ég halda því til haga að þarna er orðalagsbreyting, orðinu „allir“ er breytt í „allir viðkomandi aðilar“. Mér hefði þótt betra að það væri skilgreint hvað nákvæmlega væri átt við með því en það lögfróða fólk sem ég hef spurt um það hefur ekki áhyggjur af þessu en hefur samt tekið undir að það væri betra að þarna væri skilgreining.

Ég læt þann fyrirvara duga til að greiða atkvæði með breytingartillögum meiri hlutans.



 1.–13. gr., svo breyttar, og ný fyrirsögn samþ. með 36:3 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HKF,  HVH,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórdG.
nei:  KGH,  SDG,  ÞorS.
6 þm. (BirgÞ,  GBS,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SPJ) greiddu ekki atkv.
18 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BjarnB,  BLG,  GIK,  HSK,  HarB,  IngS,  LínS,  LE,  ÓÍ,  SIJ,  SilG,  SMc,  ÞórP,  ÞSÆ) fjarstaddir.
4 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:52]
Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég get ekki stutt frumvarpið í heild. Ég sat hjá þegar greidd voru atkvæði um breytingarnar sem sannarlega voru til bóta. Ég minni á að fyrst þegar þetta frumvarp kom hingað inn var það fyrir árvekni okkar, þingmannanna sem höfðu gætur á frumvarpinu, að ekki yrði stórslys. Þar á ég við 10.–12. gr. Þar stefndi í stórslys, réttaröryggi gagnvart gerðarþolum í aðfarargerðum og nauðungarsölum var í stórhættu en okkur tókst að forða því.

Ýmislegt annað í þessu frumvarpi er ekki mér að skapi, eins og t.d. 5. og 6. gr. sem ég tel óþarfar og illa unnar. Einnig eru aðrar greinar óþarfar samkvæmt umsögnum sem hafa borist, t.d. frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Ég greiði atkvæði á móti frumvarpinu.



[17:53]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég hafði hugsað mér að greiða atkvæði með flestum ákvæðum en ekki öðrum, þá sér í lagi 5. og 6. gr. með hliðsjón af því að ekki var komið til móts við ábendingar Persónuverndar, en þar sem við erum núna að spara atkvæðagreiðslurnar og taka öll þessi ákvæði í einni atkvæðagreiðslu sit ég hjá en þó með stuðningi við ýmislegt sem í þessu frumvarpi er að finna.



[17:54]
dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég lýsi ánægju með að þetta frumvarp sé að verða að lögum í dag, enda um jákvæðar breytingar að ræða, ýmsar rafrænar breytingar. Ég þakka nefndinni fyrir góð störf og góða vinnu við frumvarpið.

Hér er verið að samþykkja nokkrar varanlegar breytingar á rafrænni málsmeðferð og ryðja úr vegi hindrunum sem fyrir voru í lögunum, m.a. um dánarvottorð og ættleiðingar, bæði í barna- og útlendingalögum. Það er jákvætt og ég bind vonir við að það sé eitt af fjölmörgum skrefum sem hér verða tekin í átt að aukinni rafrænni stjórnsýslu sem léttir öllum lífið, bæði ríki og borgurum.

Síðan eru aðrar tímabundnar breytingar en það er hægt að líta svo á þetta að reynsla komist á ýmis fjarfundaform og rafræn samskipti sem verður vonandi til þess að stjórnsýslan færist enn hraðar yfir á enn meira rafrænt form. Ég þakka nefndinni fyrir góða vinnu.



[17:55]
Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég styð að sjálfsögðu þetta mál og fagna því alltaf og ávallt þegar við stöndum okkur betur í rafrænni stjórnsýslu. Þó að tilefnið á þessum tímapunkti núna sé ekki gott sjáum við það samt sem áður í þessum hamförum að við erum að læra mikið og sjáum tækifærin sem liggja í rafrænni stjórnsýslu. Ég vona að okkur lukkist að halda áfram á þeirri vegferð.

Það vekur þó furðu mína eftir að hafa fylgst með umræðunni um þetta mál í dag að hún hefur á köflum verið, og þá vísa ég sérstaklega í ræður frá þingmönnum Miðflokksins, einhvern veginn algjörlega út úr kú við það sem stendur í frumvarpinu og nefndaráliti meiri hlutans.

Ég styð þetta mál. Það er mikilvægt ef fólk vill raunverulega einfalda líf fólks og styðja rafræna stjórnsýslu og einfalda hlutina að það styðji málin líka þegar þau koma inn til þingsins en sé ekki bara gasprandi á torgum um mikilvægi þess að minnka kerfið (Forseti hringir.) en segi svo nei þegar kemur að því að greiða atkvæði um það.



Frumvarpið gengur til 3. umr.