150. löggjafarþing — 98. fundur
 6. maí 2020.
vernd uppljóstrara, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 362. mál. — Þskj. 431, nál. m. brtt. 1235.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:14]

Brtt. í nál. 1235,1–5 samþ. án atkvgr.

 1.–7. gr., svo breyttar, samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HKF,  HVH,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
5 þm. (GBS,  KGH,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  GÞÞ,  HarB,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  ÓÍ,  SilG,  SMc,  ÞKG) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:15]
Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Herra forseti. Mál þetta er að mörgu leyti alveg ágætt. Við viljum hins vegar gjarnan að það fari — ég er ekki alveg klár á því hvort hugmyndin var að það færi aftur til nefndar en við leggjum það til og að þar verði kannski skoðuð eitt eða tvö atriði enn frekar en gert hefur verið.

Við munum því ekki greiða atkvæði í þessari atrennu.



[16:15]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Tilgangur minn hér sem framsögumaður þessa máls var einmitt, og ég hef rætt það við formann nefndarinnar, að óska eftir því að málið kæmi inn til nefndarinnar á milli umræðna og að á þann fund yrðu boðaðir fulltrúar Amnesty International og forsætisráðuneytis til að fara yfir þær athugasemdir sem Amnesty sendi okkur í dag og ég tel ástæðu til að skoða.



[16:17]
forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið á þennan stað, málið um vernd uppljóstrara, risastórt mál sem lýtur að upplýsingafrelsi, gagnsæi og tjáningarfrelsi og mun verða til þess að auka gagnsæi í íslensku atvinnulífi.

Mér hefur skilist að málið verði kallað til nefndar milli 2. og 3. umr. til að bregðast við umsögn sem barst ekki fyrr en í dag eftir því sem mér skilst. Ég vonast til þess að þegar þeirri umfjöllun verður lokið verði unnt að ljúka þessu máli og gera það að lögum frá Alþingi. Eins og ég segi er þetta risastórt framfaraskref sem byggir á góðum tillögum nefndar um tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsi sem ég tel að hafi allar verið til bóta og til að gera atvinnulífið á Íslandi heilbrigðara, stjórnsýsluna heilbrigðari og samfélagið allt sömuleiðis vegna aukins gagnsæis.

Ég segi já.



[16:18]
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið þetta langt. Ég vildi bara árétta að umsögn barst frá Amnesty International en ekki fyrr en núna vegna þess að ekki var send umsagnarbeiðni á Amnesty International. Það eru mistök af okkar hálfu og á þeim ber að biðjast afsökunar. Það er bara mjög jákvætt að framsögumaður málsins hafi óskað eftir því að kalla málið inn í nefnd til að fara yfir athugasemdir Amnesty. Ég hef rennt í gegnum þær og er sammála að það sé mjög mikilvægt að taka þær til athugunar.



[16:18]
Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli og styð það eindregið en tek undir með hv. síðasta ræðumanni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að það er ákaflega mikilvægt fyrir nefndina að skoða og taka afstöðu til umsagnar frá Amnesty International sem ég tel að varpi ljósi á málið sem nefndin þarf að taka til gaumgæfilegrar athugunar.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allsh.- og menntmn.