150. löggjafarþing — 104. fundur
 18. maí 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
þeir sem ekki búa í húsnæði skráðu í fasteignaskrá, fsp. BjG, 636. mál. — Þskj. 1074.
aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, fsp. AFE, 671. mál. — Þskj. 1136.
samningar samkvæmt lögum um opinber fjármál, fsp. BLG, 689. mál. — Þskj. 1163.
birting alþjóðasamninga, fsp. AIJ, 477. mál. — Þskj. 710.
aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, fsp. AFE, 677. mál. — Þskj. 1142.

[15:00]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirtöldum ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 1074, um þá sem búa ekki í húsnæði skráðu í fasteignaskrá, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur; á þskj. 1136, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn á þskj. 1163, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni. Loks frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurnum á þskj. 710, um birtingu alþjóðasamninga, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 1142, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.