150. löggjafarþing — 105. fundur
 19. maí 2020.
skýrsla um starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis.

[13:30]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í dag voru alþingismönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis kynntar niðurstöður viðamikillar könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Alþingi á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á hluti eins og einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Þátttaka eða svörun var með ágætum og niðurstöður, sem á margan hátt eru sláandi, gefa fullt tilefni til að fylgja þeim eftir af festu og bæta stöðu mála. Í því verki verða allir að leggja hönd á plóg, jafnt þingmenn sem starfsmenn, þingflokkar, fastanefndir og aðrir sem geta lagt sitt lið með það að markmiði að bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi og á skrifstofu þess.

Niðurstöðurnar verða aðgengilegar í heild sinni nú á vef Alþingis.