150. löggjafarþing — 105. fundur
 19. maí 2020.
dómstólar o.fl., 3. umræða.
stjfrv., 470. mál (Endurupptökudómur). — Þskj. 1406.

[14:15]
Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég vildi bara geta þess hér við þessa umræðu að allsherjar- og menntamálanefnd fékk málið til umfjöllunar milli 2. og 3. umr. þar sem farið var aðeins nánar yfir sjónarmið sem höfðu komið fram við 2. umr. vegna gjafsóknar eða hugsanlegrar gjafsóknarheimildar. Til að gera langa sögu stutta, herra forseti, taldi nefndin ekki tilefni til að gera breytingar á frumvarpinu að þessu leyti og vísar í nefndarálit og breytingartillögur sem fram komu við 2. umr.