150. löggjafarþing — 110. fundur
 29. maí 2020.
fjöleignarhús, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 468. mál (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). — Þskj. 682, nál. m. brtt. 1484.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:40]

[13:36]
Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hef kallað eftir því að fá þetta mál aftur inn til nefndar þar sem ég hef ekki skrifað undir álit og við í Miðflokknum getum ekki stutt það sem segir hér að við séum að skylda fólk til að taka þátt í ófyrirséðum kostnaði í fjöleignarhúsum. Það sem mig langar til að gera er að freista þess að snúa málinu í þann farveg sem t.d. er verið að gera hjá Reykjavíkurborg. Þar er samvinna borgarinnar við Veitur og Orku náttúrunnar sem leggja til fjármagn í stað þess að setja kostnaðinn á íbúðareigendur. Þess vegna óska ég eftir því að málið fari aftur til nefndar.



[13:37]
Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að málið fari aftur til nefndar, á öðrum forsendum þó. Ég tel að ástæða sé til að það sé hafið yfir allan vafa og við tryggjum það í þessari löggjöf að fatlað fólk, sem hefur venjulega legið óbætt hjá garði og átt erfitt með aðgengi alls staðar, hafi aðgang að hleðslustöðvum sem á að setja upp í fjöleignarhúsum. Það er orðið tímabært og er eiginlega síðasta sort. Þegar við göngum nú fram með góðum hug til þess að reyna að koma til móts við þær kröfur sem gerðar eru um grænar lausnir og annað slíkt, þá er algerlega óásættanlegt ef við reynum ekki a.m.k. þá, á nýjum stað, nýjum tíma og í framtíð, að taka utan um þann þjóðfélagshóp sem við höfum hingað til í raun lítilsvirt á margan hátt hvað varðar aðgengi. Ég óska sannarlega eftir því að málið fari aftur inn í nefnd og að við tryggjum það í lögunum (Forseti hringir.) og setjum það ekki innan gæsalappa, með góðum vilja, eins og sagt er. Setjum fatlað fólk ekki innan gæsalappa meir og tryggjum því réttindi.



[13:38]
Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Rafvæðing er þjóðþrifamál og hagkvæm fyrir þjóðfélagið. Þess vegna eiga ríki og sveitarfélög að sjá til þess að hægt sé að rafvæða vegna þess að það er mikill ágóði í því fyrir sveitarfélögin og einstaklinga. En við megum ekki gleyma því, við gleymum því alltaf, að það verður að negla það niður og hafa algjörlega skýrt í lögum að þetta gildi líka um öryrkja og fatlað fólk, það hafi aðgang að hleðslustöðvum. Það þýðir ekki að tala um góðan vilja. Við vitum hvað góður vilji þýðir. Það þýðir ekki neitt. Það þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og viðaukann. Þá fyrst verður ekki hægt að hafa það öðruvísi og þá er á hreinu að hleðslustöðvar séu líka fyrir þá sem eru fatlaðir og í hjólastólum og aðra sem þurfa á því að halda.



[13:39]
Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek bara undir með félögum mínum hér um það sem hefur komið fram varðandi aðgengi fatlaðra að hleðslustöðvum. Við í nefndinni teljum að þetta sé tryggt. Við höfðum samband við Sjálfsbjörgu og vorum í góðu sambandi við formann félagsins, Berg Þorra Benjamínsson, þegar við gerðum nefndarálitið og ég tel að þetta sé vel tryggt. Við ræddum þetta í gærkvöldi líka og ég held að það sé vilji allra í þessum sal að svo sé og þau skilaboð fylgja með þessu frumvarpi.



 1. gr. samþ. með 46:9 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HVH,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSÆ,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS.
8 þm. (ÁslS,  BjarnB,  HKF,  HarB,  LA,  ÓBK,  RBB,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1484,1–5 samþ. með 44:9 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BLG,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HVH,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSÆ,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS.
10 þm. (ÁslS,  BjarnB,  GBr,  HKF,  HarB,  LA,  ÓBK,  RBB,  ÞorbG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 2.–12. gr., svo breyttar, samþ. með 43:9 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HallM,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSÆ,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS.
11 þm. (ÁslS,  BjarnB,  BN,  HKF,  HarB,  HVH,  LA,  ÓBK,  RBB,  ÞorbG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til velfn.