150. löggjafarþing — 110. fundur
 29. maí 2020.
atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 813. mál (framlenging hlutabótaleiðar). — Þskj. 1427, nál. 1545, 1557 og 1560, breytingartillaga 1546, 1561 og 1567.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[22:13]

[22:03]
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Með frumvarpinu er verið að trappa niður hlutabótaleiðina eins og sumir stjórnarþingmenn hafa komist að orði. Verið er að auka við þau skilyrði sem launamenn þurfa að uppfylla, þ.e. verið er að hækka hlutfallið sem þeir þurfa að vinna til að hafa aðgang að hlutabótaleiðinni. Á sama tíma er ekki verið að þrengja skilyrði þeirra fyrirtækja sem nýta sér eignir í skattaskjólum til að nýta sér úrræðið. Það ásamt því að verið er að auðvelda fyrirtækjum að segja starfsfólki sínu upp finnst mér fullkomið ábyrgðarleysi og ég ætla ekki að taka ábyrgð á því. Þar af leiðandi sit ég hjá við afgreiðslu frumvarpsins, að undanskildri ágætri breytingartillögu frá hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur um að taka fyrir að fyrirtæki sem nýta sér skattaskjólsfélög geti nýtt sér hlutabótaleiðina, sem ég tel til bóta.



[22:04]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með frumvarpinu og breytingartillögum okkar í meiri hluta velferðarnefndar erum við að styrkja enn frekar úrræðið og mæta ábendingum sem hafa komið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um að auka enn eftirlit og skýra skilyrði. Við erum líka að samræma dagsetningar varðandi skilyrðin og tímalengd þeirra. Ég tel að við séum að leggja fram góða leið til þess að hjálpa bæði launamönnum og fyrirtækjum í gegnum þær efnahagshremmingar sem fram undan eru og ég tel að það sé skref í þá átt að koma fyrirtækjum aftur af stað og hjálpa launafólki að halda vinnu sinni og brúa ákveðið bil sem fram undan er.



[22:05]
Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum munum sitja hjá við afgreiðslu frumvarpsins. Það hefur ekki verið hlustað nægjanlega mikið á varnaðarorð okkar og ekki tekið nægilega mikið tillit til svartrar skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er líka alvarlegt að þingheimur sé í þeirri stöðu að málið sé til afgreiðslu eftir lokun banka á síðasta viðskiptadegi mánaðar, á þeim degi sem félög á almennum markaði áttu flest að borga út laun. Það er margt ágætt í málinu en vankantarnir sem ekki voru sniðnir af eru þeirrar gerðar að Miðflokkurinn mun sitja hjá við afgreiðslu þess að undanskildum þeim tillögum sem koma frá minni hluta að mestu. Mörg góð mál hafa komið hér fram frá ríkisstjórninni. Þau eru til bóta en það þarf að gera betur.



[22:06]
Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Samspil þess úrræðis sem við erum að greiða atkvæði um núna og uppsagnarfrumvarpsins flettir ofan af fullkomnu ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunum launafólks. Við Píratar söknum þess að ríkisstjórnin gæti samræmis í vinnu sinni, að núverandi ástandi sé mætt með heildrænni nálgun og skýrri framtíðarsýn og í góðu samráði við alla sem að málinu koma. En það hefur ekki verið raunin og er niðurstaðan lituð af því. Við Píratar höfum stungið upp á annarri nálgun, annarri sýn og lausnum sem við höfum fjallað um í nefndarálitum í þessu máli og í uppsagnarmálinu. Við munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls fyrir utan eina breytingartillögu 2. minni hluta sem snýr að því að tryggja að félög í skattaskjólum fái ekki ríkisaðstoð.



[22:07]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni getum ekki greitt atkvæði með frumvarpinu vegna þess hvernig það er búið. Ég vil hér vitna í það sem fram kom í bréfi Alþýðusambands Íslands til allra þingmanna í morgun. Sambandið gerir alvarlega athugasemd við, með leyfi forseta:

„… að fyrirtækjum séu sett mismunandi skilyrði eftir því hvort þau nýta sér hlutabótaleið eða aðstoð við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Með þessu móti er löggjafinn að skapa beinan hvata til að segja upp fólki fremur en að nýta hlutabótaleiðina sem þó er mun æskilegri fyrir launafólk, enda viðhelst þá ráðningarsamband. Það er tækifæri til að koma í veg fyrir þetta slys.“

Það var tækifæri til að koma í veg fyrir þetta slys. Skilyrðin sem sett eru í frumvarpið af hálfu stjórnarliða og ríkisstjórnarinnar eru þess eðlis að það breytir engu hvort um er að ræða risafyrirtæki sem greiðir milljarða í arð eða pínulítið fjölskyldufyrirtæki sem er nánast rekið á eigin kennitölu. Sömu skilyrði gilda fyrir alla. Það getum (Forseti hringir.) við ekki samþykkt af því að það mun valda litlum og meðalstórum fyrirtækjum og launþegum í landinu miklu tjóni.



[22:09]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hlutabótaleiðin hefur til þessa reynst vel til aðstoða fyrirtæki við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk og þar með gegnt hagsmunum launþega. Það er mat okkar í Viðreisn að þau skilyrði sem sett eru í þessari framlengingu sem viðbragð við þeim örfáu tilfellum þar sem fyrirtæki hafa farið fram úr sér við að nýta það svigrúm sem sett var með fyrri lagasetningu, gangi of langt og gangi gegn hagsmunum þorra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina og eru líkleg til að vilja að óbreyttu nýta sér hana áfram. Ég bendi á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að 6.432 fyrirtæki hafi nýtt sér úrræðið til þessa, 85% þeirra með sex starfsmenn eða færri. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi fyrirtækja sem þegið hafa styrk yfir 30 milljónum er 27. Verið er að skjóta úr ansi kröftugri byssu til að veiða maurinn. (Forseti hringir.) Við sitjum hjá að þessu sinni.



[22:10]
Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hlutabótaleiðin tókst vel í fyrstu atrennu. Það er í raun og veru það sem skýrsla ríkisendurskoðanda staðfestir, þó ekki hnökralaust, það skal viðurkennast. Skilyrðin sem sett eru í frumvarpinu ganga að mínu viti of langt. Þau ganga gegn því meginmarkmiði að verja ráðningarsamband, að verja störf, að gefa þau skilaboð til þeirra sem kunna að styrkja efnahag fyrirtækja til þess að svo megi verða. Þau eru of neikvæð, þau ganga of langt. Ég vil þó segja að sú breytingartillaga við breytingartillögu meiri hlutans sem fram kemur nú síðast, er til bóta. Hún sendir jákvæðari skilaboð. Ég mun því styðja þá breytingartillögu. Ég mun hins vegar sitja hjá þegar við greiðum atkvæði um skilyrðin en styðja málið í heild sinni í von um að áfram (Forseti hringir.) verði hægt að verja störf.



Brtt. 1561,1.a felld með 28:9 atkv. og sögðu

  já:  GBr,  GuðmT,  HKF,  HVH,  JSV,  LE,  MH,  OH,  ÞorbG.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
13 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HHG,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:12]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða tillögu sem lýtur að því að gera greinarmun á því hvort um er að ræða risastórt fyrirtæki sem nýtur stuðnings úr opinberum sjóðum upp á milljónir eða jafnvel milljarða eða lítið fyrirtæki sem fá minni stuðning. Hér er verið að setja þetta mark eins og þekkist víða í Evrópu varðandi skilyrði um fyrirtæki og ég vænti þess að við fáum stuðning sem flestra við þetta af því að það skiptir máli fyrir atvinnulífið í landinu, fyrir fólkið í landinu, að við hér í þingsal förum ekki að slátra litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Ég segi já.



Brtt. 1561,1.b felld með 28:14 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JSV,  LE,  MH,  OH,  SMc,  ÞorbG,  ÞSÆ.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
8 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:13]
Frsm. 2. minni hluta velfn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf):

Herra forseti. Örstutt um þetta: Þessi tillaga snýst um félög í skattaskjóli. Þetta er nauðsynleg breyting og allir sem komu fyrir nefndina, sérfræðingar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri, sögðu að ákvæði í frumvarpi, og nú breytingartillögur meiri hlutans, væru ekki fullnægjandi til þess að verja okkar sameiginlegu sjóði fyrir þeim sem ekki taka þátt í að borga í okkar sameiginlegu sjóði. Hér er tækifæri, þingheimur, til að verja okkar sameiginlegu sjóði fyrir þeim sem ekki taka þátt í okkar uppbyggingu. Ég gef ykkur tækifæri, gjörið svo vel, allir á grænu.



Brtt. 1561,1.c felld með 28:10 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  GBr,  GuðmT,  HKF,  HVH,  JSV,  LE,  MH,  OH,  ÞorbG.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
12 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HHG,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:14]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða heimild fyrir fyrirtæki með samvisku, fyrirtæki með samfélagsábyrgð, til að koma að eigin frumkvæði og greiða til baka stuðninginn ef vel árar. Við skulum vona að fyrirtækjum gangi vel eftir að hafa fengið stuðning og þau geti átt þess kost að koma til baka og greiða þann stuðning án þess að þurfa að greiða álag. Við erum að búa til hvata fyrir fyrirtæki til að borga þetta til baka. Ef þau koma að eigin frumkvæði þá leggjum við ekki á 15% álagið. Ég hvet þingmenn til að styðja þetta.



Brtt. 1546 (1. gr. falli brott) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HVH,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
16 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JSV,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1561,2 felld með 27:18 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HKF,  HVH,  JSV,  KGH,  LE,  MH,  OH,  SDG,  SPJ,  ÞorbG,  ÞorS.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
4 þm. (HallM,  HHG,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  BN,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:15]
Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um 2. tölulið breytingartillögu frá 2. minni hluta velferðarnefndar. Þar er verið að leggja til breytingu sem kemur sér vel fyrir sjálfstætt starfandi einyrkja, svo sem leigubílstjóra, en þeim hefur gengið brösuglega að nýta sér þau úrræði sem stjórnvöld hafa boðið. Miðflokkurinn styður þessa breytingartillögu sem gengur út á að auðvelda einyrkjum að sækja sér atvinnuleysisbætur. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er þeim gert að vera í atvinnuleit eins og það heitir, eins kjánalegt og það hljómar í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu og í þeirra starfi. Þeir hafa lagt inn atvinnuleyfi sitt og bíða í raun eftir því að ástandið skáni hvað varðar þeirra atvinnu. Þeir leysa út sitt atvinnuleyfi og halda til vinnu þegar ástandið skánar. Hingað til hefur þeim verið gert að leita sér að vinnu til að fá þessar bætur. Hér er um mikið sanngirnismál að ræða fyrir sjálfstætt starfandi einyrkja. Þeirra stöðu þarf nauðsynlega að leiðrétta.

Ég segi já við þessari tillögu.



 2. gr. (verður 1. gr.) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HVH,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
16 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JSV,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1567 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
22 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JSV,  KGH,  LE,  MH,  OH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1546,2 (3. tölul) samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  ÞórdG,  ÞórE.
24 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JSV,  KGH,  LE,  MH,  OH,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  SMc,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  BN,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:18]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Í nákvæmlega þessu liggur vandinn. Við viljum setja skilyrði. Við viljum reyna að tryggja það að fyrirtæki sem hafa ekki þörf á því að leita úrræðis leiti ekki úrræðis en við viljum ekki gera skilyrðin þannig að þau beinlínis hvetji fyrirtæki til að segja frekar upp starfsfólki sínu. Þess sjást merki í dag og í gær og við munum fá fréttir af því alla helgina og væntanlega eftir helgi að fyrirtæki hafi tekið starfsfólk sitt af hlutabótaleið og sagt því upp. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því. Skilyrðin eru eins fyrir öll fyrirtæki.

Við sitjum hjá.



Brtt. 1546,2 (lokamgr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
22 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JSV,  KGH,  LE,  MH,  OH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  BN,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:19]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér hefur verið tekin ákvörðun um það af meiri hlutanum að fara gegn ráðum Persónuverndar sem segir að stjórnvöld eigi að fara að upplýsingalögum og veita nauðsynlegar upplýsingar. Hér ákveður meiri hlutinn að takmarka aðgang almennings að upplýsingum og það getum við að sjálfsögðu ekki stutt.



Brtt. 1546,2 (ný grein, verður 2. gr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GÞÞ,  HSK,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
22 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JSV,  KGH,  LE,  MH,  OH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  BN,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1546,3 (ný 3. gr.) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HVH,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
15 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HHG,  JSV,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  BN,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

 4. gr. samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HVH,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
16 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JSV,  KGH,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁÓÁ,  BLG,  GIK,  HarB,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KÓP,  LA,  ÓÍ,  RBB,  SSv,  ÞKG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.