150. löggjafarþing — 113. fundur
 3. júní 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, fsp. AFE, 677. mál. — Þskj. 1142.
vinna Tryggingastofnunar ríkisins við leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega, fsp. HallM, 783. mál. — Þskj. 1369.
NPA-samningar, fsp. HallM, 774. mál. — Þskj. 1327.

[15:01]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum:

Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn á þskj. 1142, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1369, um vinnu Tryggingastofnunar ríkisins við leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega, og á þskj. 1327 um NPA-samninga, báðar frá Halldóru Mogensen.