150. löggjafarþing — 115. fundur
 9. júní 2020.
ferðagjöf, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 839. mál. — Þskj. 1476, nál. m. brtt. 1642 og 1649.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[20:08]

[20:02]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það sem við lögðum upp með í málinu var að vernda friðhelgi einkalífsins. Persónuvernd sendi umsögn um málið og gerði ekki athugasemdir við það eins og það liggur fyrir en ítrekaði þó að þetta félli undir persónuverndarlög. Það yrði að passa upp á það.

Ferðamálastofa sagðist ekki hafa skoðað appið sérstaklega sem á að nota til að útfæra gjöfina. Það er fengið frá einkafyrirtæki en ekki er alveg ljóst hvort það stenst lög, hvort það fellur undir útboð eða hvort mátti fara þá leið sem var farin, að gera einhvern verðsamanburð. Appið er frá einkafyrirtæki og það verður ekki opinn hugbúnaður sem þýðir að þetta er ekki jafn vel gert og með rakningarappið sem stjórnvöld fóru af stað með vegna Covid. Opinn hugbúnaður er lykillinn fyrir því að hægt sé að vera viss um að gætt sé að persónuverndarsjónarmiðum og allir geti verið vissir um það. Höfum það á hreinu að að sjálfsögðu samþykkja Píratar ekki mál á þeim forsendum þar sem er ekki hægt að tryggja fyllilega persónuvernd.



[20:04]
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um ferðagjöf. Eins og ég kom inn á í ræðu fyrr í dag er hér um að ræða mál sem er að mörgu leyti gott og styður þingflokkur Samfylkingarinnar meginmarkmið málsins, enda er hér verið að gera hvort tveggja, að styrkja innlenda ferðaþjónustu og að auðvelda Íslendingum að ferðast um og kynnast landinu. En þrátt fyrir að við hefðum viljað fara aðra leið í útfærslu á málinu og einkum þá að styðja betur við barnafjölskyldur þá teljum við að vert sé að styðja málið og munum greiða atkvæði með því.



[20:05]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um mál sem nefnist ferðagjöf. Af því tilefni vil ég þakka skattgreiðendum sem með þessu máli gefa sjálfum sér ferðagjöf því að við verðum að muna að gjöfin kemur úr sameiginlegum sjóðum okkar sem greiðum skatt á Íslandi. Það skiptir máli að við munum hvaðan gjöfin kemur. Hún kemur frá skattgreiðendum. Við skulum öll þakka þeim.



[20:05]
Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er gott að minnast þess reglulega að almennt kemur það fjármagn sem við leysum út hér frá skattgreiðendum með einhverjum hætti, þannig að það er alltaf gott að hafa það í huga og ég þakka fyrir þá athugasemd. Málið er gott, það kemur frá ferðaþjónustunni. Síðan getum við stöðugt deilt um upphæðir eða annað, þetta er mál sem hægt er að hafa endalausar skoðanir á. Málið er gott, allir eru sáttir, ferðaþjónustan er sátt. Þetta er Covid-aðgerð til að styrkja ferðaþjónustu í landinu og ekki veitir af á tímum eins og nú eru.



[20:06]
Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um það sem kallað hefur verið ferðagjöf, mál sem byrjaði feril sinn sem ferðaávísun. Við þingmenn Miðflokksins í atvinnuveganefnd flytjum hér breytingartillögu sem er ætluð til að styrkja þann þátt málsins sem lýtur að því að efla ferðaþjónustuna við aðstæður þar sem hún er á hnjánum. Sú tillaga miðast við það að í stað þess að fjárhæðin verði 5.000 kr. verði hún 15.000 kr. Við munum við afgreiðslu fjáraukalaga gera grein fyrir fjármögnun og hagræðingaraðgerðum til að mæta þeim auknu útgjöldum. En þarna er þetta orðin efnahagspólitísk aðgerð í meira mæli en nú liggur fyrir. Ég tel að ferðaþjónustan eigi þennan stuðning skilinn vegna þess að hún hefur fært landinu gífurlegar tekjur, gjaldeyri og störf og er fallin til þess að halda landinu öllu í byggð.



Brtt. í nál. 1649 felld með 31:12 atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BHar,  HKF,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorbG,  ÞorS.
nei:  AFE,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
12 þm. (AIJ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SMc) greiddu ekki atkv.
8 þm. (GÞÞ,  GBS,  HallM,  IngS,  LA,  SIJ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1642 samþ. með 50:1 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  JÞÓ,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  HKF.
4 þm. (AIJ,  HHG,  JSV,  ÞorbG) greiddu ekki atkv.
8 þm. (GÞÞ,  GBS,  HallM,  IngS,  LA,  SIJ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 55 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
8 þm. (GÞÞ,  GBS,  HallM,  IngS,  LA,  SIJ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:08]
Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er alveg skýrt hver afstaða Pírata er, þetta mál er flott að mörgu leyti. Markaðurinn fær að ráða, fólk fær sjálft að ráða hvert það fer með peningana. 5.000 kr. er kannski ekki stór upphæð, en mig grunar að allt umtal um þetta skili sér í því að fólk fari af stað og þegar fólk fer af stað þá fer það að eyða meiri peningum hér innan lands. Mig grunar að málið eigi eftir að verða mjög farsælt.

Við greiðum atkvæði með málinu. Við gerðum athugasemdir við eitt atriði sem við vonuðumst til að yrði lagfært og betri fyrirvarar settir við — ég vona að hæstv. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra passi upp á það — en það eru persónuverndarsjónarmiðin eins og Persónuvernd segir að verði að fylgja samkvæmt lögum. Ef mögulegt hefði verið að fara þá leið varðandi appið sem farin var með smitrakningarappið og við hefðum verið fullvissuð um það fyrir fram, þá hefðu Píratar stutt málið alla leið. En við getum ekki á endanum greitt atkvæði með málinu, þó að við greiðum atkvæði með því hérna núna, þegar persónuverndarsjónarmiðin eru ekki fulltryggð.



 2.–4. gr. samþ. með 55 shlj. atkv.

 5. gr. samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  JónG,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
4 þm. (BLG,  HHG,  JÞÓ,  SMc) greiddu ekki atkv.
8 þm. (GÞÞ,  GBS,  HallM,  IngS,  LA,  SIJ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.