151. löggjafarþing — 35. fundur
 10. desember 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, fsp. AIJ, 309. mál. — Þskj. 345.
útflutningur á úrgangi, fsp. KGH, 295. mál. — Þskj. 328.

[10:30]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn á þskj. 345, um netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, frá Andrési Inga Jónssyni; frá umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn á þskj. 328, um útflutning á úrgangi, frá Karli Gauta Hjaltasyni.