151. löggjafarþing — 40. fundur
 17. desember 2020.
virðisaukaskattur o.fl., 3. umræða.
stjfrv., 372. mál. — Þskj. 648, breytingartillaga 661.

[18:52]
Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Frú forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu. Ég vil hins vegar vekja athygli á þeirri breytingartillögu sem liggur hér frammi í 3. umr. Þetta er breytingartillaga sem efnahags- og viðskiptanefnd stendur einhuga að baki. Hún er einföld að því leyti að það er verið að opna á möguleika fyrir rekstraraðila til að fresta allt að tveimur gjalddögum á staðgreiðslu og tryggingagjaldi á næsta ári. Þetta er svipuð ráðstöfun og við gripum til hér í vor. Í samræmi við þetta er einnig lagt til að fyrirsögn frumvarpsins breytist eins og stendur í þessari breytingartillögu.