151. löggjafarþing — 43. fundur
 18. desember 2020.
fjárlög 2021, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 1. mál. — Þskj. 571, nál. 695, breytingartillaga 696, 697, 698, 699, 700, 701 og 702.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[21:51]

[21:43]
Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessum fjárlögum er hvorki störfum fjölgað í nægilegum mæli né tekið utan um þann hóp sem hefur misst atvinnuna. Þessi fjárlög eru ekki hin græna bylting sem hér hefur verið boðuð og enn eru fjárfestingar of litlar. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar nemur í alvörunni bara 1% af landsframleiðslu og dugar engan veginn til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Viðbót til umhverfismála er í alvörunni bara 0,1% af landsframleiðslu og viðbótin til nýsköpunar er 0,3% af landsframleiðslu. Atvinnuleysi á einungis að minnka um 1 prósentustig á næsta ári. Þessi fjárlög eru ekki svar við því ástandi sem íslenska þjóðin glímir við. Ég veit að stjórnarflokkarnir telja sig vera að gera nóg. Þeir eru ekki að gera nóg og það er ekki bara mat stjórnarandstöðunnar, það er mat hagsmunaaðila, sveitarfélaga, Öryrkjabandalagsins, (Forseti hringir.) Landssambands eldri borgara, námsmanna, sjúklinga, fátækra o.s.frv. Gerið meira, nú er þörf, herra forseti.



[21:44]
Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er skýrt í þessum fjárlögum að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn ætla ekki að bæta kjör eldri borgara og það eru kosningar eftir níu mánuði. Eldri borgarar munu ekki gleyma því. Miðflokkurinn flutti 14 breytingartillögur við frumvarpið, þar af þrjár varðandi eldri borgara. Þær voru allar felldar þrátt fyrir að vera fullfjármagnaðar. Miðflokkurinn er ábyrgur flokkur í fjármálum ríkisins og setur ekki fram ábyrgðarlausar tillögur upp á tugi milljarða. Við höfum stutt nauðsynlegar aðgerðir vegna faraldursins, það er bruðl í ríkisrekstrinum og vel hægt að hagræða án þess að það bitni á þeim sem þarf að aðstoða nú í erfiðleikum. „Báknið best“ er kjörorð Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu. Fjárlögin eru lituð af kosningum sem eru fram undan. Hagvöxtur þarf að vera mjög mikill ef ekki á að koma til niðurskurðar eða skattahækkana. Sá hagvöxtur er ekki fyrirsjáanlegur. Vandanum er velt yfir á næstu ríkisstjórn.



[21:45]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Fjárlög eru þegar allt kemur til alls tilgangur meirihlutasamstarfs, þegar meiri hluti þingsins ákveður að taka sig saman og ráða því hvernig fjárlögum er háttað. Allt annað skiptir töluvert minna máli. Meirihlutasamstarf snýst um fjárlög og þessi fjárlög bera vitni um ástandið í samfélaginu út af kófinu. Á sama tíma bera þau vott um skort á framsýni út úr ástandinu. Allar aðgerðir sem við höfum fjallað um hérna eru neyðarviðbrögð við ástandinu, misgóðar aðgerðir sem stjórnarandstaðan hefur annaðhvort stutt, setið hjá við eða gert ýmsar athugasemdir við til þess að reyna að gera betri, en það sem vantar er framsýn. Hana er ekki að finna í næsta fjárlagafrumvarpi næsta árs.



[21:47]
Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við höfum nú rætt hér um tillögur í fjárauka, í fjármálaáætlun og í fjárlögum sem við erum nú að fara að greiða atkvæði um. Deila má um margt en það er óumdeilt að ekki hefur sést önnur eins útgjaldaaukning á milli umræðna í öðrum fjárlögum. Eitt er víst: Þessi fjárlög bera það með sér hvaða ástand við erum að kljást við og ef eitthvert orð er viðeigandi eftir alla þessa umræðu er það viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf, fyrir íslenskt efnahagslíf, fyrir íslensk heimili. Það er það sem þessi fjárlög geyma.



[21:48]
mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi í samvinnu við formann fjárlaganefndar upplýsa Alþingi um að sú tillaga sem lýtur að því að gjaldfrjálsar tíðavörur séu tryggðar í skólakerfinu er komin í farveg í ráðuneyti mínu. Ég tel að það sé bæði sanngjarnt og réttlátt að aðgengi að tíðavörum sé gjaldfrjálst í skólakerfinu. Ég hef þegar beint því til skólameistara að tryggja framgang málsins. Ýmsir framhaldsskólar bjóða nú þegar upp á gjaldfrjálst aðgengi að tíðavörum. Ég tel að raunhæft sé að í lok næstu skólaannar verði búið að klára málið.

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021 markar tímamót í sögu landsins og einkennist af miklu hugrekki og framsýni. Markmið frumvarpsins er skýrt, að gera það sem þarf til að koma Íslandi úr kórónuveirunni. Við erum að ná utan um fólkið okkar, heilbrigðis- og menntakerfið. Við ætlum að koma Íslandi í gegnum þetta.

Ég vil þakka fjárlaganefnd sérstaklega fyrir vel unnin störf og formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni, fyrir einstaka forystu og fyrir að hafa hjartað á réttum stað. (Forseti hringir.) Við höfum gert það sem þarf og við höldum áfram.



[21:49]
Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Viðreisn höfum verið gagnrýnin á stjórn ríkisfjármála á fyrri hluta þessa kjörtímabils, höfum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa misst tökin á ríkisfjármálunum og að ríkissjóður hafi verið orðinn ósjálfbær fyrir Covid. En síðan Covid skall á hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana. Við höfum stutt mjög vel við það þó að við séum ekki alltaf sammála um alla hluti. Það fór ekki á milli mála að við þurftum að gera eitthvað róttækt en á mörgum atriðum höfðum við skiptar skoðanir. Nú þarf að fara að horfa til framtíðar. Þar höfum við auðvitað áhyggjur af því hvernig spilast úr þessu öllu. Þar verður erfitt verk að vinna, það er án nokkurs vafa. Við í Viðreisn erum meira en tilbúin (Forseti hringir.) til að takast á við þau verkefni sem því fylgja.



[21:50]
Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á svona tímum er eðli málsins samkvæmt snúið að setja saman fjárlög fyrir eitt samfélag. Ég tel hins vegar að hér hafi tekist vel til. Við erum með fjárlög sem geta gert íslenskt samfélag öflugt á næsta ári og við erum að tryggja mikla fjármuni í innviðina okkar sem við þurfum svo sannarlega á að halda núna. Þetta er búið að vera snúið verkefni en okkur hefur tekist vel til og ég hlakka til að greiða þessum fjárlögum atkvæði mitt, og við í Vinstri grænum.



Brtt. 697 samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
27 þm. (AFE,  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SEÞ,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
3 þm. (GIK,  SDG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 696,1–11 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 702 felld með 40:19 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  RBB,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG.
nei:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GBS,  HSK,  HarB,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
4 þm. (BergÓ,  BjarnB,  GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[21:53]
Andrés Ingi Jónsson (U):

Herra forseti. Hv. þingmönnum ætti að vera þessi tillaga kunnug. Hér er gerð tillaga um 60 millj. kr. árlegt framlag til þess að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun. Sambærileg tillaga var felld í fjármálaáætlun í gær og ég ætla að gefa þingmönnum færi á því að átta sig á að þar hafi þeim skjöplast. Ísland er nefnilega skuldbundið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til að vera með slíka stofnun starfandi. Við höfum fengið ákúrur við allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála vegna þess að við höfum trassað að koma slíkri stofnun á laggirnar. Önnur slík úttekt fer í gang á næsta ári og ef við viljum ekki vera gripin með allt niður um okkur enn einu sinni þá stofnum við þessa stofnun á næsta ári og þingið setur það í gang með því að tryggja fjármagn til þess.



Brtt. 696,12–15 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 696,16 samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
10 þm. (AIJ,  BLG,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 696,17–22 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 701 felld með 41:16 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  LE,  OH,  ÓBK,  RBB,  SEÞ,  SMc.
nei:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GBS,  HSK,  HarB,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
4 þm. (HKF,  JSV,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[21:56]
Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég segi að sjálfsögðu já við þessari tillögu en hér er lagfæring á aðhaldskröfu framhaldsskólastigs sem í frumvarpinu er 0,9%. Í frumvarpinu segir einnig að aðhaldsstigið eigi að vera 0,5% en ekki 0,9%. Þetta er því lagfæring á þeirri tölu. Í umræðunni hér hefur komið fram að þessu er aðeins misskipt innan málefnasviðsins þó að langmestur hluti þess sé vegna skólanna sem eru með 0,5% aðhaldskröfu. Talan er kannski ekki hárnákvæm en það er engin önnur tillaga komin frá meiri hlutanum sem gerir hana nákvæmari. Ef þingheimur vill einungis 0,5% aðhaldskröfu á framhaldsskólana en ekki 0,9% þá greiðir hann atkvæði með þessari tillögu.



Brtt. 696,23–31 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 700,1 felld með 33:28 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[21:58]
Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Sem betur fer hafa lífskjör okkar almennt batnað og lífslíkur hafa aukist og sem betur fer býr stór hluti eldri borgara við býsna góð kjör. En um 9.000 búa samt enn þá við fátækt og margir við illan kost. Stór hluti var áður á örorku, er á leigumarkaði eða hefur einfaldlega bara ekki nógu gott bakland. Með því að samþykkja þessa tillögu getum við tryggt að komið verði til móts við hógværa kröfu Landssambands eldri borgara um að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr., rétt eins og samið var um í lífskjarasamningunum. Það er nú allt. Þetta kostar tæplega 3 milljarða og við hljótum að hafa efni á því að tryggja þessu fólki líka hlutdeild í lífskjarasamningunum.



Brtt. 700,2 felld með 33:28 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[21:59]
Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er nú ekki heimsins stærsta breytingartillaga en þetta er mikilvæg breytingartillaga upp á heilar 75 milljónir. Þetta er tillaga um að hækka fæðingarstyrki. Fæðingarstyrkur er hlægilega lágur eins og staðan er í dag. Fyrir foreldra sem eru utan vinnumarkaðar er fæðingarstyrkur 83.000 kr. á mánuði. Hugsið ykkur, 83.000 kr. á mánuði. Og fyrir foreldra í fullu námi er styrkurinn 170.000 kr. Hér leggur Samfylkingin til að við hækkum þetta, ekkert sérstaklega mikið en hækkum þetta engu að síður. Þessi tala, 75 milljónir, er ekki neitt sem setur ríkissjóð okkar á hausinn Og til að setja þessar tölur í samhengi, því að tölur þurfa samhengi, eru þær lægri en það sem þessi ríkisstjórn setur til minkabænda.



Brtt. 696,32–33 samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
10 þm. (AIJ,  BLG,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 700,3 felld með 33:17 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  OH,  RBB,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
9 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GIK,  LE,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:01]
Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er lagt til að fjárveitingar til hjálparsamtaka verði auknar um 200 millj. kr. Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur þörfin fyrir matarúthlutanir stóraukist. Enginn á að þurfa að treysta á matargjafir á Íslandi en biðraðir fólks sem býr við sárafátækt eftir matargjöfum lengist dag frá degi. Ríkisstjórnin hefur fellt allar tillögur Samfylkingarinnar um fjárframlög til fólksins sem helst þarf á því að halda og þarf nú að treysta á matargjafir. Í anda jólanna hvet ég hv. þingmenn til að styðja þessa tillögu.



Brtt. 696,34–35 samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
19 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 696,36 samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HarB,  HVH,  IngS,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
9 þm. (AIJ,  BLG,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 698 samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GBS,  HSK,  HarB,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
18 þm. (AIJ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  RBB,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
3 þm. (GIK,  PállM,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 699 samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HarB,  HVH,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  RBB,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
11 þm. (AIJ,  BLG,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  SEÞ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
3 þm. (GIK,  PállM,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Frv., svo breytt, samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
28 þm. (AFE,  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (GIK,  ÞSÆ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:04]
Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil nota tækifærið við þessa síðustu atkvæðagreiðslu til að þakka samnefndarmönnum í fjárlaganefnd kærlega fyrir samstarfið. Það hefur verið gaman að taka þátt í störfum fjárlaganefndar. Við erum ekki alltaf sammála og ég hef haft orð á því að það væri ekki hlustað nógu mikið á okkur í minni hlutanum en þrátt fyrir það hefur verið góður starfsandi í fjárlaganefndinni. Ég kann að meta það og vil sérstaklega þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni, formanni nefndarinnar, fyrir gott og ánægjulegt samstarf.



[22:05]
fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Þegar Alþingi greiðir nú við lok 3. umr. atkvæði um fjárlög næsta árs er ljóst að við erum að samþykkja síðustu fjárlög kjörtímabilsins en við erum líka að binda endahnút á ótrúlega langt ferli. Við höfum samið fjármálaáætlun í tvígang, við höfum komið með fimm fjáraukalagafrumvörp hingað inn og við þurftum að leita samþykkis Alþingis fyrir því að fresta framlagningu fjárlagafrumvarpsins sem hefur síðan tekið ótrúlega miklum breytingum í þinginu. Ég vil bara segja fyrir mitt leyti að mér finnst að samstarfið hafi, þrátt fyrir þessar ótrúlega erfiðu og sérstöku aðstæður, verið mjög gott og nefndin hér í þinginu unnið merkilegt starf við erfiðar aðstæður. Ég hef trú á því að ríkisstjórnin sé með þessum fjárlögum að leggja grunn að viðspyrnu sem mun reynast okkur gríðarlega dýrmæt á komandi árum þegar við þurfum sem samfélag, sem hagkerfi, á vexti að halda.