151. löggjafarþing — 65. fundur
 11. mars 2021.
Frestun á skriflegum svörum.
viðbrögð við dómi um uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðslána, fsp. ÓÍ, 473. mál. — Þskj. 797.
lóðarleiga í Reykjanesbæ, fsp. BirgÞ, 517. mál. — Þskj. 868.

[13:02]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 797, um viðbrögð við dómi um uppgreiðslu Íbúðalánasjóðslána, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 868, um lóðaleigu í Reykjanesbæ, frá Birgi Þórarinssyni.