151. löggjafarþing — 67. fundur
 16. mars 2021.
mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár, frh. síðari umræðu.
þáltill. um.- og samgn., 556. mál. — Þskj. 927.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:45]

[14:44]
Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um þingsályktunartillögu sem ber þetta langa nafn og við erum í raun og veru að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu sem gengur út á það að skipa starfshóp sem fer yfir fjármögnun rannsókna vegna náttúruvár og meira en það, fer líka yfir þau verkefni sem þarf að vinna í ljósi þess sem nú er að gerast út á Reykjanesskaga, hefur verið að gerast eins og á Seyðisfirði og víðar. Þessi tillaga er í átta liðum, eða verkefnin, og það verður leitast við að skipa starfshóp með fagstofnunum og öðrum. Ég vil sérstaklega þakka nefndinni fyrir að hafa verið í forystu í þessu með frumkvæðismáli af þessari tegund og lít svo á að hér séum við að vinna að þjóðþrifamáli.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till.  samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  LínS,  OH,  OC,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórP,  ÞórdG.
14 þm. (ÁÓÁ,  BergÓ,  BLG,  GBS,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  LA,  LE,  NTF,  SDG,  SilG,  ÞorbG) fjarstaddir.