151. löggjafarþing — 80. fundur
 19. apríl 2021.
skipulagslög, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 275. mál (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). — Þskj. 307, nál. 1118, breytingartillaga 1119 og 1202.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:46]

[13:42]
Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls lýstum við áhyggjum af því að litið væri til raflínunefndanna sem fordæmisgefandi í öðrum stærri skipulagsákvörðunum. Það atriði verður skoðað betur þegar málið verður tekið inn í umhverfis- og samgöngunefnd milli 2. og 3. umr. Í ljósi þess hef ég ákveðið að draga til baka breytingartillögu sem ég lagði fram við 2. umr. um þetta mál.



[13:43]
Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er ekki með á nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli. Það kemur til af einni ástæðu sem er ákvæði um svokallaða raflínunefnd. Þar er ráðherra heimilað, að beiðni framkvæmdaraðila flutningskerfis raforku, að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og samþykkja raflínuskipulag fyrir framkvæmdir í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og veita framkvæmdaleyfi fyrir henni. Tekur raflínunefndin þannig sameiginlega skipulagsákvörðun þvert á sveitarfélagamörk. Ég tel að hér sé skapað hættulegt fordæmi hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald, hvert á sínu svæði. Að auki get ég hreinlega ekki séð að þetta nýja fyrirkomulag muni leysa þann vanda sem því er ætlað að leysa. Á tíðum finnst mér ríkisvaldið vera að seilast æ meira í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Ég er alfarið andvígur því. Því mun ég ekki greiða atkvæði í þessu máli.



[13:44]
Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hv. þm. Andrés Ingi Jónsson kom svo sem inn á það sem ég ætlaði að vekja athygli á, þ.e. að við 2. umr. var kallað eftir því að málið færi til nefndar milli 2. og 3. umr. Ég tók heils hugar undir það í ræðu minni og vildi bara vekja athygli á því að hægt væri að setjast yfir málið aftur þar. Skoðun mín er sú að í nefndaráliti hv. meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar séu vel hnýttir hnútar um að þetta sé ekki á nokkurn hátt fordæmisgefandi heldur sé aðeins verið að bregðast við ástandinu sem upp kom. Við skulum muna af hverju við fórum af stað með þetta. Það var vegna óveðursins og eingöngu vegna óveðursins sem við ákváðum að stíga þessi skref. En það verður sest yfir þetta, eins og fleiri atriði þarna, í umhverfis- og samgöngunefnd á milli umræðna.



[13:45]
Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við ræddum þetta frumvarp í þinginu í síðustu viku; miðvikudag og fimmtudag. Ég vil fagna frumvarpinu sem hér er komið fram. Það er, eins og komið hefur fram, upprunalega viðbragð við aðventustorminum í desember 2019 og átakshópnum sem lagði til fjölmargar tillögur í öryggisátt í framhaldi af því veðri. Hér er verið að styrkja meðferð raforkumála og hvernig við leggjum línur, eitt framkvæmdaleyfi á línulögn. Ég vil ítreka, fyrst frumvarpið fer aftur inn í hv. umhverfis- og samgöngunefnd á milli umræðna, að þetta sé þá skoðað, að skilningur manna sé, eins og kemur fram í frumvarpinu, að þetta eigi við um flutningskerfi raforku Landsnets þannig að ákvæðið eigi bæði við um byggðalínuhringinn, sem er meginflutningskerfið, og síðan landshlutakerfið, einstakar línur út frá byggðalínunni sem eru á hendi Landsnets, sérstaklega þær sem fóru illa í óveðrinu í desember 2019, þannig að það komi skýrt fram (Forseti hringir.) hver vilji umhverfis- og samgöngunefndar er gagnvart því.



Brtt. 1202,1–5 kölluð aftur.

Brtt. 1119,1 samþ. með 44 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HarB,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞórP,  ÞórdG.
6 þm. (AIJ,  BirgÞ,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  SMc) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BLG,  GÞÞ,  HSK,  HKF,  HVH,  IngS,  JSV,  OC,  ÓGunn,  SDG,  SSv,  ÞKG,  ÞorS) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓÍ,  ÓBK,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
9 þm. (AIJ,  BirgÞ,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  KGH,  SMc,  ÞorbG,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BLG,  GÞÞ,  HSK,  HKF,  HVH,  IngS,  JSV,  OC,  ÓGunn,  PállM,  SDG,  SSv,  ÞorS) fjarstaddir.

Brtt. 1119,2–11 samþ. með 44 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓÍ,  ÓBK,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG.
7 þm. (AIJ,  BirgÞ,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  KGH,  SMc) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BLG,  HSK,  HKF,  HVH,  IngS,  JSV,  OC,  ÓGunn,  PállM,  SDG,  SSv,  ÞorS) fjarstaddir.

 2.–25. gr., svo breytt, samþ. með 43 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞórP.
7 þm. (AIJ,  BirgÞ,  HallM,  HHG,  JÞÓ,  KGH,  SMc) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BLG,  HSK,  HKF,  HVH,  IngS,  JSV,  OC,  ÓGunn,  SDG,  SSv,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórdG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til um.- og samgn.