151. löggjafarþing — 84. fundur
 22. apríl 2021.
viðbrögð við uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi.
beiðni KGH o.fl. um skýrslu, 742. mál. — Þskj. 1254.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[04:30]

Beiðni leyfð til dómsmálaráðherra  með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  OH,  OC,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞorS,  ÞórP.
11 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GÞÞ,  GIK,  HallM,  NTF,  SPJ,  SMc,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[04:29]
Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn hefur lagt fram beiðni um skýrslu frá hæstv. dómsmálaráðherra sem við teljum mjög mikilvæga og tímabæra. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur í mörgum skýrslum í fjöldamörg ár bent á þá hættu að uppgangur skipulagðrar glæpastarfsemi sé að aukast á Íslandi. Í skýrslum greiningardeildar eru talin upp ýmis atriði sem þarf að bæta í löggæslunni og hjá lögreglunni. Við óskum eftir því í þessari skýrslubeiðni, í liðum a–g, að dómsmálaráðherra geri grein fyrir því hvað hafi verið tekið til bragðs eða hvað hæstv. dómsmálaráðherra hyggist taka til bragðs til að koma til móts við ábendingar greiningardeildar.