151. löggjafarþing — 98. fundur
 19. maí 2021.
fjölmiðlar, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 367. mál (stuðningur við einkarekna fjölmiðla). — Þskj. 459, nál. m. brtt. 1370 og 1395.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:10]

[13:57]
Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um arfavitlaust mál. Hvar eigum við að fá þessar 400 milljónir? Með niðurskurði í almannatryggingum? Með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu? Eða eigum við að taka lán? Þetta segir hæstv. fjármálaráðherra þegar hjálpa á þeim sem svelta á Íslandi og lifa í sárafátækt. Eigum við ekki að byrja þar? Eigum við ekki líka að byrja á því að gera samkeppni fjölmiðlanna heilbrigða? Er það ekki fyrsta skrefið? Taka á auglýsingamarkaðnum, RÚV? Taka á erlendum fjölmiðlum? Byrjum þar. En að byrja á því að ausa fé í einkarekna fjölmiðla, jafnvel í eigu auðmanna, er það fáránlegasta sem við gerum. Ég segi nei. Þótt minni hlutinn sé með nanóbetri tillögu en meiri hlutinn er jafnvitlaust að setja 50 milljónir til einkarekinna fjölmiðla, 50 milljónir eru allt of mikið. Þeir eiga ekki að fá neitt.



[13:58]
Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni að minni hlutinn er með betri tillögu og ég vænti þess líka að hún verði samþykkt. Fjórða valdið á undir högg að sækja. Fjórða valdið er gríðarlega mikilvæg stoð í okkar lýðræðisþjóðfélagi og sú stoð verður að vera gild og hún verður að duga. Frumvarpið bregst við því og við í Samfylkingunni ætlum að styðja frumvarpið. Við erum þó með breytingartillögu sem snýst um það að styrkirnir verði lægri og fleiri í staðinn fyrir að þeir verði hærri og færri. Rétt eins og við styðjum Samkeppniseftirlitið viljum við líka stuðla að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og teljum mjög mikilvægt að fjölbreytni og fjölræði ríki á þeim markaði eins og annars staðar, og jafnvel enn mikilvægara að svo sé á fjölmiðlamarkaði en víða annars staðar. Þarna er líka sólarlagsákvæði sem við leggjumst gegn vegna þess að við teljum að það sé mjög mikilvægt að ákveðinn fyrirsjáanleiki sé í rekstri rekstrarumhverfi fjölmiðla (Forseti hringir.) og að ekki verði ráðin slík bót á því rekstrarumhverfi á einu ári að yfirleitt sé ástæða til að hafa slíkt sólarlagsákvæði.



[14:00]
Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að þetta vandræðalega mál ríkisstjórnarinnar skuli koma aftur fyrir nefnd að okkar beiðni. Við munum því ekki standa í vegi fyrir því í þessari atkvæðagreiðslu að svo verði og munum sitja hjá. Endanleg afstaða okkar til þessa máls mun væntanlega koma fram við 3. umr. þegar ljóst verður hver örlög málsins verða í allsherjar- og menntamálanefnd í dag en við höfum farið fram á að jafnhliða verði gaumgæft nýframkomið mál hv. þingmanna Óla Björns Kárasonar og Brynjars Níelssonar, auk þess sem tillaga okkar Miðflokksmanna hlýtur að koma til álita þar sem við lögðum til að ákveðinn hluti útvarpsgjalds yrði látinn frjáls þannig að neytendur gætu sjálfir ákveðið til hvaða fjölmiðla sú upphæð myndi renna.



[14:01]
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að í grunninn megi segja um þetta mál að markmiðið sé gott en málið sé vont. Nú liggur fyrir að málið hefur verið kallað aftur til nefndar, vonandi til breytinga og vonandi að við förum þá loks að ræða kjarna málsins og um ástæður þess að staða íslensks fjölmiðlaumhverfis er með þeim hætti sem reyndin er. Ég vona að niðurstaðan geti orðið sú að við séum að byggja hér upp eðlilegt og heilbrigt samkeppnisumhverfi sem styður og eflir íslenska fjölmiðla til lengri tíma litið. Ég ætla því að halda mig við það að sjá hverjar lyktir málsins verða áður en ég tek endanlega afstöðu til þessa máls.



[14:02]
Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í ljósi þeirrar gríðarlegu skekkju sem einkareknir fjölmiðlar mega búa við á íslenskum auglýsingamarkaði tel ég réttlætanlegt að grípa til þeirra aðgerða sem felast í þessu frumvarpi með tímabundnum hætti, með skýru sólarlagsákvæði þannig að tóm gefist til að taka sérstaklega á þeim tveimur skekkjuvöldum sem verstir eru hér, þ.e. mikil fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði og nýtilkomin fyrirferð skattlausra og skyldulausra útlenskra fyrirtækja á sama markaði. Bæði þessi mál eru nú til endurskoðunar og vonast ég til að tíminn sem gefst með þessu sólarlagsákvæði dugi til þess að finna þessum málum réttlátari farveg þannig að ekki þurfi að koma til beinnar ríkisaðstoðar lengur en sem þessum tíma nemur fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi.



[14:03]
Olga Margrét Cilia (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er mjög mikilvægt að styðja við fjölmiðla. Eins og ég hef tekið fram áður í þessari pontu á fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi undir högg að sækja á Íslandi. Nýlega var birt skýrsla frá Blaðamönnum án landamæra þar sem Ísland hafði farið niður um sæti hvað varðaði fjölmiðlafrelsi hér á landi. Það er ótrúlega sorgleg staðreynd. Það hefur verið kallað eftir aðgerðum til að styðja við fjölmiðla í mörg ár, ekki bara á þessu kjörtímabili. Það var líka gert þegar dómar féllu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem sagt var að brotið hefði verið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna. Mér þykir leiðinlegt að þetta frumvarp taki ekki mark á þeim umsögnum sem hafa komið fram og þá sérstaklega frá minni fjölmiðlum sem hafa tekið skýrlega fram að þessir styrkir muni eiginlega ekki gagnast þeim að neinu leyti. Allur þessi peningur er að fara til stærstu fjölmiðlanna. Þess vegna get ég ekki gert annað en að sitja hjá. Ég vona að þetta muni lagast eitthvað í nefndinni nú í síðasta skiptið en þetta er bara allt of lítið skref til að tryggja fjölmiðlafrelsi á Íslandi.



[14:04]
Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Markmið frumvarpsins er gott og við getum örugglega öll verið sammála um það. Við hljótum líka að geta verið sammála um að þetta frumvarp mun ekki gerbreyta umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Við þurfum að gera meira. Hæstv. menntamálaráðherra hefur m.a. skipað starfshóp sem á að endurskoða hlutverk RÚV, ekki bara út frá auglýsingamarkaði heldur mörgum fleiri þáttum. Þetta er líka Covid-aðgerð. Í þriðja lagi áréttar meiri hlutinn í sínu nefndaráliti að fara þurfi í skoðun varðandi skattalegt umhverfi erlendra streymisveitna sem hv. þm. Páll Magnússon útskýrði ágætlega áðan. Þetta liggur svona og ég held að við getum sameinast um að greiða þessu máli atkvæði nú. En svo þurfum við að sjálfsögðu að halda áfram í þessari vinnu og gera umhverfi fjölmiðla þannig að þeir séu lífvænlegir. Markmiðið er, eins og ég segi, að styrkja lýðræði á Íslandi og upplýsta umræðu.



[14:06]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er verið að setja 400 milljónir í einkamiðla. Vandamálið sem ég sé er að langmest af peningunum er að fara til fjölmiðla sem eru viljandi í hallarekstri. Það er ósjálfbær rekstur þar undir sem eigendum þeirra fjölmiðla er alveg sama um af því að þeir hafa einfaldlega keypt fjölmiðla til að fjalla um sín sérhagsmunamál. Þessi hallarekstur er einfaldlega hluti af þeirra pólitík og hagsmunabaráttu. Með þessu frumvarpi og með þessari skiptingu á þessum 400 milljónum erum við einfaldlega að hjálpa þeim að greiða niður þann hallarekstur. Við erum ekki að stækka fjölmiðlaflóruna á Íslandi og búa til meiri og betri fréttir með þessum 400 milljónum. Við værum að gera það ef við værum að fara eftir tillögu minni hlutans þar sem þökin væru lægri. Um það snýst þetta mál núna: Á að borga niður hallarekstur þessara sérhagsmunaafla á fjölmiðlum eða eigum við í alvörunni að fara í betri fréttaflutning?



[14:07]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að skilgreina hvað er góð fréttamiðlun, okkur finnst kannski ekki öllum það sama. Við gerðum fyrirvara við þetta mál, ég og hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir. Engu að síður teljum við, í ljósi þeirra umsagna sem bárust og orða þeirra gesta sem komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd, að skynsamlegra sé að fara þessa leið í þetta sinn. Undir er sólarlagsákvæði sem á að gefa tíma, eins og hér hefur komið fram, til að fara enn betur yfir það sem hér er undir og aðra þætti sem hafa verið nefndir, t.d. skattalegt umhverfi með tilkomu Facebook, Google og allra þessara miðla sem við þekkjum og eru að draga drjúgt til sín. Ég tel að þörf sé á því að gera þetta núna. Það er rétt að þetta hefur verið erfiður tími hjá fjórða valdinu eins og mörgum öðrum fyrirtækjum og ég tel það skyldu okkar að reyna að koma eitthvað til móts við þessa fjölmiðla til að þeir haldi uppi þeirri gagnrýni sem þeim ber að gera.

Ég vil líka minnast á það hér að ég get alveg (Forseti hringir.) séð annað fyrir mér í framtíðinni. Ég tek ekki undir það að við eigum ekkert að styðja við fjölmiðla. Það getur einmitt komið í ljós í þessari vinnu (Forseti hringir.) hvort minni fjölmiðlar, sem eru mjög æskilegir í hinum dreifðu byggðum, þurfa aðstoð til að þrífast.



[14:09]
Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það kom mörgum á óvart að Ríkisútvarpið skyldi ekki vera nefnt einu orði í því máli sem hér liggur fyrir og ég fagna tillögu Miðflokksins um að málið sé kallað til nefndar milli 2. og 3. umr. Það var reiknað með að einhverjir aðrir hefðu komið fram með þá tillögu ef hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson hefði ekki gert það. Það verður að ræða þau þrjú mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni heildstætt til að fá einhvern vitrænan botn í þetta mál. En ég vil benda sérstaklega á fjórða atriðið sem nefndin verður að koma inn á, sem er þingmannanefndin um málefni RÚV sem í sitja hv. þingmenn Kolbeinn Óttarsson Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Magnússon. Hv. þm. Páll Magnússon kom inn á það hér áðan að nú gæfist vonandi tími til að sú nefnd myndi ná að ljúka sínum störfum áður en þetta mál væri afgreitt. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að tillaga sé um að þetta mál komi hér til 3. umr. undir blálok þessa þings. Það er augljóst að ekki er verið að horfa á þann tímaramma sem sólarlagsákvæðið tekur til vegna þess að a.m.k. tveir af þremur þeirra þingmanna sem eru í þingmannanefndinni sækjast ekki eftir endurkjöri. Það hlýtur því að vera í tengslum við það þing sem nú er yfirstandandi.



Brtt. í nál. 1370,1 samþ. með 33:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  JónG,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  MH,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OC,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 34:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  JónG,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
18 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  RBB,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1395 felld með 37:13 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  LE,  MH,  OC,  RBB.
nei:  AKÁ,  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GIK,  GBS,  HSK,  HarB,  HBH,  JónG,  KGH,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG.
3 þm. (HKF,  JSV,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  ÓGunn,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1370,2.a–b samþ. með 33:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  JónG,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1370,2.c samþ. með 32:6 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  AIJ,  BLG,  GIK,  HallM,  HHG,  JÞÓ.
16 þm. (AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HKF,  JónG,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1370,2.d–l samþ. með 33:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  JónG,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 32:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
20 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  JónG,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1370,3 (ný grein, verður 3. gr.) samþ. með 28:8 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  HSK,  HarB,  HBH,  JónG,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  ÁÓÁ,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HVH,  LE,  MH,  RBB.
18 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1370,4 (ný 3. gr., verður 4. gr.) samþ. með 32:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HarB,  HVH,  HBH,  KJak,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórdG.
nei:  GIK.
21 þm. (AIJ,  AKÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBS,  HallM,  HKF,  HHG,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OC,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞKG,  ÞorS) greiddi ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BN,  GÞÞ,  IngS,  KÓP,  OH,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allsh.- og menntmn.