151. löggjafarþing — 107. fundur
 4. júní 2021.
samþætting þjónustu í þágu farsældar barna , frh. 2. umræðu.
stjfrv., 354. mál. — Þskj. 440, nál. m. brtt. 1549 og 1573.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:35]

[13:23]
Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað til að gera grein fyrir atkvæðagreiðslu okkar en við í þingflokki Miðflokksins getum ekki stutt þetta mál núna vegna nokkurra þátta og munum sitja hjá. Mig langar sérstaklega að benda á kostnaðarþáttinn í þessu frumvarpi en ekki var tekið tillit til umsagnar Barnaverndarstofu þar sem bent var á að kostnaður vegna nýrra verkefna væri mjög vanáætlaður. Annað mætti nefna en ljóst var frá upphafi í rauninni að málið væri ekki tilbúið og alls ekki tilbúið til úttektar enda hefur það nú þegar verið kallað inn í nefnd. Frekari annmarka má finna í minnihlutaáliti nefndarinnar sem við styðjum enda er það álit til bóta.



[13:24]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er á ferðinni afar mikilvægt mál til farsældar barna. Það hefur verið mikið samráð í allri þessari vinnu allt kjörtímabilið, í þingmannanefndinni, hjá ráðuneytinu, við fjölmarga þjónustuaðila hringinn í kringum landið, sveitarfélög, börn, ungmenni og ótrúlegan fjölda annarra. Þess vegna er pínulítið sorglegt hvernig málið er á endanum hrifsað út úr hv. velferðarnefnd á lokametrunum án þess að taka tillit til mjög mikilvægra athugasemda Persónuverndar og Barnaverndarstofu sem eru þær stofnanir sem hvað mest þurfa að vinna í þessum málaflokki. Sem betur fer er búið að kalla málið inn milli 2. og 3. umr. og ég vona að það taki breytingum í nefndinni fyrir 3. umr. (Forseti hringir.) Annars eru líka nauðsynlegar breytingartillögur með nefndaráliti minni hluta sem er gerð ítarleg grein fyrir og ég hvet þingmenn til að greiða atkvæði um þetta.



[13:26]
Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er mál sem ég hefði svo sannarlega viljað styðja núna í atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. en ég og þingflokkurinn munum sitja hjá. Það er aðallega vegna þess hvernig gengið var frá málinu í nefnd, þ.e. hvernig það var tekið út. Við teljum umræðu og gestakomum ekki lokið. Þetta fer núna inn í nefnd á milli 2. og 3. umr. þar sem við munum fá gesti og vonandi náum við að færa okkur úr því að sitja hjá yfir í að samþykkja málið og vera á grænu og styðja þetta mikilvæga og stóra og annars mjög flotta mál. Það þarf bara að koma til móts við athugasemdir mikilvægra umsagnaraðila eins og Persónuverndar, Barnaverndarstofu og fleiri og við þurfum að eiga betra samtal um þetta mál. Vonandi hættum við svo í framtíðinni að rífa mál út úr nefndum án þess að eiga nægilega gott samtal og stígum skref í þá átt að reyna að ná samstöðu um mál, sérstaklega mál sem allir ættu að vera fullkomlega sammála um og ættu að vera með á. Það ætti að vera samstaða um þetta mál og hálfgert klúður að svo sé ekki.



[13:27]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Viðreisn styðjum þetta mál og það markmið sem liggur fyrir. Við erum ánægð með þá vinnu sem átti sér stað fram að lokasprettinum. Ég kem hingað upp til að útskýra það að við verðum á gulu við afgreiðsluna hér í dag af þeirri ástæðu að búið er að kalla það inn í nefnd. Það liggur alveg skýrt fyrir hvers minni hlutinn óskar að tillit verði tekið til, þ.e. umsagna varðandi persónuverndarmál og frá Barnaverndarstofu. Þetta eru ekki stór atriði en þau skipta máli, ekki síst varðandi það að við lendum ekki í því að þetta góða mál lendi í ógöngum innan skamms tíma, ef svo fer sem horfir að það verði samþykkt svona. Við sitjum hjá núna í trausti þess að það verði tekið tillit til þessa á milli 2. og 3. umr. vegna þess að við styðjum málið í raun og veru. En það er gult núna.



[13:28]
Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Því miður var þetta mál tekið út úr nefndinni án samþykkis allra og það var mjög leiðinlegt vegna þess að þetta er gott mál og ég vil vera á þessu máli. En talað hefur verið um að þetta mál verði tekið inn í nefndina aftur og ég ætla að trúa og treysta á að þar verði þessu kippt í lag.

Vegna þeirrar trúar og trausts ætla ég að segja já við þessu máli.



[13:28]
Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi þrjú mál, um samþættingu þjónustu við börn, farsældarþjónustu, Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, eru afurð gríðarlega mikillar vinnu, ekki hvað síst úti í samfélaginu, sem mjög margir komu að. Sennilega hafa fá mál verið unnin í betri samstöðu í samfélaginu en einmitt þessi mál. Hópur þingmanna í þingmannanefndinni kom að málinu á öllum stigum, lagði gott til en hlustaði fyrst og fremst á þær raddir sem voru úti í samfélaginu. Síðustu gestir í málinu komu fyrir nefndina þann 3. mars síðastliðinn, fyrir þremur mánuðum. Málið hefur fengið ítarlega og góða umfjöllun í hv. velferðarnefnd, ekki hvað síst fyrir tilstilli framsögumannsins, hv. þm. Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, og ég hvet þingmenn eindregið til að styðja þetta góða mál. (Forseti hringir.) Sá stuðningur breytir engu um þau heilindi sem eru að baki hjá meiri hlutanum varðandi það að málið komi aftur inn til umræðu í nefndinni á milli 2. og 3. umr.



[13:30]
Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mælt var fyrir þessu máli 30. nóvember. Það hefur fengið nokkurra klukkutíma umræðu í velferðarnefnd. Gestakomum lauk 2. mars. Ég kannast ekki við beiðnir um gestakomur þar frá 2. mars þangað til málið var tekið út. Það var ekki tekið út í ágreiningi en ef einhverjir vilja leika það leikrit að það sé ósamstaða um þetta mál þá verður það leikið hér en ekki haft eftir. Vonandi verður ekki endurflutningur á því leikriti. Ég tek ekki ábyrgð á þeim þingmönnum sem ekki geta lesið fjármálaáætlun sér til gagns.



[13:31]
Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég er eiginlega dálítið gáttuð. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu en ég skal reyna. Ég þekki hv. þm. Höllu Signýju Kristjánsdóttur ekki af neinu öðru en góðu og oftast hefur samstarfið verið mjög gott í nefndinni. Ég veit ekki hvað hún á við með því að segja að þetta hafi ekki verið tekið út í ágreiningi. Ég skil ekki hvernig er hægt að túlka hávær mótmæli fólks í nefndinni, „vinsamlegast ekki taka málið út, getum við, gerðu það, klárað þetta mál“, þannig að það sé einhver samstaða um það. Mér er annt um þetta mál, ég hef setið í þessari þingmannanefnd í langan tíma og mig langar ekki í neitt annað en að afgreiða þetta mál í sátt. Hvernig er hægt að túlka það að taka málið út úr nefnd þrátt fyrir slíka beiðni sem eitthvað annað en að afgreiða það í ágreiningi? Ég skil þetta ekki. Var hv. framsögumaður sofandi?



[13:32]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Sér er nú hvert leikritið. Ég er ekki viss um að kollegi Jón Viðar Jónsson myndi gefa þeim leikþætti margar stjörnur sem fram fór hér áðan hjá framsögumanni þessa máls. Málið var tekið út úr nefndinni í bullandi ágreiningi þrátt fyrir eindregna ósk m.a. nefndarformanns um að það mætti ræða það á fundi nefndarinnar morguninn eftir og klára málið þá. Það væri pláss. Þetta var á þriðjudaginn í síðustu viku.

Málið var í 2. umr. í gær. Það var engin sú tímapressa fyrir hendi sem ekki leyfði það að við fengjum einn viðbótarnefndarfund til að ræða málið. Það var í fyrsta skipti sem nefndarfólk fékk að ræða þetta mál, í fyrsta skipti. Þótt gestakomum hafi lokið í mars þá voru þetta svo ofboðslega umfangsmikil mál að þau voru inni á nefndasviði í þrjá mánuði. (Forseti hringir.) Við vitum það öll að það eru blekkingar, herra forseti, (Forseti hringir.) þegar látið er eins og það hafi verið næg umræða. Þetta var í fyrsta skipti sem nefndarfólk fékk að tala saman hér. (Forseti hringir.) Við erum að tala um mikilvægar ábendingar Persónuverndar (Forseti hringir.) og Barnaverndarstofu, sem segir hreinlega að það sé hætta á slysi (Forseti hringir.) ef við gerum ekki ákveðnar breytingar.



[13:34]
Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég set ekkert út á fundarstjórn forseta í þessu máli en Jón Viðar myndi kalla þetta leikrit minni hlutans klént, er ég ansi hrædd um. En þær umræður sem verið hafa í nefndinni hafa verið miklar og góðar. Framsögumaður hefur aldrei neitað um umræðu og það eru tölvupóstsamskipti um það þar sem ég óskaði eftir að þetta mál yrði rætt þó að nefndarálitið væri ekki komið, enda er það bara mjög gott. Ég vona að þetta góða mál, sem svo margir hafa komið að í svo langan tíma og hefur fengið mikla umræðu, verði hér tekið út í sátt og samlyndi. Og síðan var búið að kalla málið inn milli 2. og 3. umr.



Brtt. í nál. 1549,1 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1549,2 samþ. með 31:1 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
nei:  ÞorbG.
22 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 3.–4. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
21 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddi ekki atkv.
11 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  KGH,  LE,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1549,3 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BHar,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 6.–7. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1573,1 felld með 28:25 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  VilÁ,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  WÞÞ,  ÞórP.
1 þm. (KGH) greiddi ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:38]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er verið að leggja til breytingu sem kom frá Persónuvernd varðandi það hverjir megi hafa aðgang að gagnagrunni er varðar börn og fjölskyldur þeirra, heilbrigði þeirra, sakaferil, misnotkun á vímuefnum o.fl. Í frumvarpinu eins og það er núna mega allir þjónustuveitendur hafa aðgang að öllum upplýsingum inni í þessum sameiginlega gagnagrunni, hvort sem þjónustuveitandinn er heilsugæsla, grunnskóli, leikskóli, frístundafulltrúi í íþróttafélagi eða hver sem er. Það var lagt til að það yrði takmarkað og hér erum við að leggja til að það sé eingöngu sá sem veitir þessa grundvallarþjónustu, þ.e. það sem í dag heitir barnaverndarnefnd, en svo líka tengiliðurinn við börnin sem á að tryggja þessa samþættingu, til að það séu ekki bara allir með allar upplýsingar um börn og fjölskyldur.

Við leggjum til og tökum undir tillögur Persónuverndar í þessu máli.



 8.–15. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BHar,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1549,4 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
22 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 16. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1573,2 felld með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:40]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða örlitla breytingu þannig að í sérstökum undantekningartilvikum, þegar um sérstök og persónuleg tengsl barns og/eða foreldra er að ræða eða hefur verið að ræða við tengilið barns inni í skóla, geti barnið eða foreldri óskað eftir nýjum tengilið fyrir barnið. Tengiliður barns, fyrir þau sem ekki þekkja málið, er sá einstaklingur sem á að hafa utanumhald með allt er varðar barnið frá því að það hefur skólagöngu og til loka. Í einstaka tilvikum, sérstaklega í smáum samfélögum, getur verið þannig samband eða hafa verið þannig samband milli barnsins og tengiliðar, eða fjölskyldu og tengiliðar, að það sé óheppilegt að tengiliðurinn sé í öllum persónulegum málum barns og fjölskyldu. Hér erum við að gefa þann möguleika að hægt sé að óska eftir því að einhver annar sé tengiliður en þessi tiltekni einstaklingur. Við erum að tala um mögulega fyrri tengsl við fjölskyldu, fyrrverandi kærasti eða kærasta foreldris eða önnur persónuleg tengsl, að hægt sé að óska eftir í algerum undantekningartilvikum.



 17. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1549,5 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 18. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BHar,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 19.–22. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1573,3 felld með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:43]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta stóra mál snýst mjög mikið um viðkvæmar persónuupplýsingar um börn og fjölskyldur þeirra, eins og margoft hefur komið fram hér í dag. Í þessari breytingartillögu erum við að setja skyldu á að skráning, miðlun og önnur vinnsla persónuupplýsinga sé eingöngu heimil í sameiginlegu upplýsingakerfi eða með sameiginlegum gagnagrunni sem Barna- og fjölskyldustofa hefur umsjón með. Ég lagði til slíka breytingu í öðru frumvarpi sem verður væntanlega tekið til afgreiðslu í þingsal í næstu viku varðandi barnaverndarlögin, og þar hefur meiri hlutinn verið tilbúinn til að samþykkja sambærilegar breytingu. En einhverra hluta vegna náðist það ekki inni í nefndinni varðandi þetta hérna mál. Ég held að það sé einfaldlega af því að það leyfðist ekki umræða í nefndinni um málið. Hér erum við að tala um þennan sameiginlegan gagnagrunn, að ekki sé verið að nota alls konar kalkipappír og blöð og alls konar tölvukerfi úti um allt kerfið, heldur sé þetta allt passað í vottuðum gagnagrunni af því að þetta eru svo viðkvæmar upplýsingar.



 23.–25. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  ÓGunn,  ÓÍ,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
19 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HHG,  KGH,  LE,  OH,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  HVH,  JSV,  LínS,  MH,  NTF,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1573,4 felld með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ.
nei:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:46]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér erum við að tala um það sem ég ræddi hér áðan, um atkvæðagreiðsluna, þ.e. að fresta gildistöku þessa máls bara í nokkra mánuði þar til þessi sameiginlegi gagnagrunnur er tilbúinn. Það skiptir öllu máli. Það var algjört úrslitaatriði, lykilatriði í umsögn bæði Persónuverndar og Barnaverndarstofu sem eru að fara að vinna þetta mál frá A til Ö. Báðar þessar stofnanir sögðu: Það að fresta málinu, gildistökunni um nokkra mánuði mun engu breyta fyrir málið að öðru leyti en því að minnka áhættuna á að það verði eitthvert klúður. Við höfum séð hvað gerist þegar gagnagrunnar eru ekki tilbúnir þegar mál fara af stað. Við getum nefnt leghálsskimunarmálið sem er einhvern veginn alveg í tómu klúðri mánuðum saman eftir að eitthvert ferli fer af stað. Í þessu máli eru þessar tvær lykilstofnanir að biðja: Bíðið með gildistökuna. (Forseti hringir.) Innleiðingarferlið er komið af stað. Það er allt farið af stað. (Forseti hringir.) Við erum bara að tala um að bæta málið (Forseti hringir.) og vera öruggari þegar þetta kemst allt í framkvæmd.



Brtt. í nál. 1549,6 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 26. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BjarnB,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

 27. gr. og ákv. til brb. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  GIK,  HSK,  IngS,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  ÓGunn,  ÓBK,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP.
23 þm. (AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BLG,  GBr,  GuðmT,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  RBB,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞorbG,  ÞorS,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  GBS,  HarB,  MH,  NTF,  PállM,  ÞKG,  ÞórdG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til velfn.