151. löggjafarþing — 109. fundur
 8. júní 2021.
breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld , frh. 2. umræðu.
stjfrv., 697. mál (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.). — Þskj. 1176, nál. 1565, breytingartillaga 1566 og 1570.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:16]

[14:15]
Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessu máli liggur fyrir breytingartillaga mín um að við afnemum trans skattinn og sýnum þannig í verki að þingheimur standi með lögum um kynrænt sjálfræði, sem voru samþykkt hér fyrir stuttu. Í þeirri von að samstaða náist í efnahags- og viðskiptanefnd um framgang þessarar tillögu fyrir 3. umr. dreg ég hana til baka við 2. umr. og vona að við hittumst hér fljótt aftur og stígum þetta litla en bráðnauðsynlega skref, sem er svo stórt fyrir svo viðkvæman og mikilvægan hóp.



Brtt. 1570 kölluð aftur.

Brtt. 1566,1–6 (nýtt ákv. til brb.) samþ. með 56 shlj. atkv.

 1.–13. gr. (verða 1.–16. gr.), svo breyttar, samþ. með 55 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og viðskn.