151. löggjafarþing — 110. fundur
 9. júní 2021.
fasteignalán til neytenda, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 791. mál (hámark greiðslubyrðar, undanþágur o.fl.). — Þskj. 1431, nál. 1628.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:35]

[13:32]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Rökin sem eru færð fyrir þessu máli eru þau að þetta snúist allt um þjóðhagsvarúð. Gott og vel. Það getur vel verið að það sé tilfellið. En sá möguleiki er til að þetta geti orðið til þess að takmarka aðgengi efnaminna fólks að fasteignalánum. Það er ekki víst að svo sé. En vegna þess að þetta orkaði tvímælis, og er ekki algjörlega ljóst í mínum huga að þetta muni endilega skila þeim tilætlaða árangri sem lagt er upp með, ætla ég að sitja hjá í þessu máli. Það er ekki þannig að ég sé beinlínis á móti því en ég er heldur ekki alveg sannfærður um rökin með því og það er ákveðin hætta þarna.



[13:33]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er raunveruleg hætta á því að þetta mál verði til þess fallið að draga enn úr möguleikum tekjulægra fólks á að fá lán til að geta keypt húsnæði og byggt upp eign. Það ætti að vera markmið okkar að gera þveröfugt, að auðvelda fólki að byggja upp hluti í eign jafnt og þétt. En þetta er ekki til þess fallið. Vandinn var þegar orðinn talsverður, eins og menn þekkja af mörgum dæmum um að fólk fái ekki að taka lán, fái ekki greiðslumat, þrátt fyrir að vera að greiða hærri upphæð mánaðarlega í leigu en það þyrfti að greiða af lánum. Þetta gengur gegn því jákvæða og mikilvæga markmiði að gera sem flestum kleift að eignast húsnæði og því styð ég það ekki.



 1. gr. samþ. með 40:8 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HVH,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS.
7 þm. (AIJ,  BLG,  GIK,  HallM,  HHG,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁslS,  BergÓ,  HarB,  IngS,  JÞÓ,  KÞJ,  LA,  ÓBK) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 40:8 atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HVH,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  LRM,  LínS,  LE,  MH,  NTF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  GBS,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  ÞorS.
7 þm. (AIJ,  BLG,  GIK,  HallM,  HHG,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁslS,  BergÓ,  HarB,  IngS,  JÞÓ,  KÞJ,  LA,  ÓBK) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.