152. löggjafarþing — 20. fundur
 17. janúar 2022.
Frestun á skriflegum svörum.
greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara, fsp. ÓBK, 110. mál. — Þskj. 110.
tekjutrygging almannatrygginga, fsp. BLG, 126. mál. — Þskj. 128.
úrvinnsla úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga, fsp. HallM, 193. mál. — Þskj. 201.
aðgerðaáætlun til að fækka sjáfsvígum, fsp. ESH, 192. mál. — Þskj. 200.
byrlanir, fsp. LenK, 205. mál. — Þskj. 256.
valfrjáls bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, fsp. ÁLÞ, 159. mál. — Þskj. 161.

[15:03]
Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn á þskj. 110, um greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara, frá Óla Birni Kárasyni; á þskj. 128, um tekjutryggingu almannatrygginga, frá Birni Leví Gunnarssyni; og á þskj. 201, um úrvinnslu úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga, frá Halldóru Mogensen; frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á þskj. 200, um aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum, frá Evu Sjöfn Helgadóttur; frá innanríkisráðherra við fyrirspurn á þskj. 256, um byrlanir, frá Lenyu Rún Taha Karim, og að lokum frá forsætisráðherra við fyrirspurn á þskj. 161, um valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.