152. löggjafarþing — 90. fundur
 14. júní 2022.
fjarskipti , frh. 2. umræðu.
stjfrv., 461. mál. — Þskj. 666, nál. 1175, nál. m. brtt. 1182, breytingartillaga 1176.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:49]

[14:46]
Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Amma gamla vildi alltaf að ég héti Guðmundur. [Hlátur í þingsal.] Ég verð að fá að halda í sekúndurnar mínar. Hér er til atkvæðagreiðslu stórt mál sem er heildarendurskoðun á fjarskiptalögum sem almennt ganga undir heitinu Kóðinn. Það er mikilvægt að allt regluverk í tengslum við löggjöf um fjarskipti fylgi tækniþróun og stuðli að framförum fjárfestingum, samkeppni, hagkvæmni, samnýtingu og vernd neytenda. Í frumvarpinu er einnig horft til þjóðaröryggishagsmuna. Frumvarpið hefur að geyma ýmis nýmæli sem eru til þess fallin að auðvelda og bæta aðstöðu stjórnvalda til að leggja mat á árangur og umbætur í lagaumhverfi fjarskipta og framkvæmd hennar, bæði reglubundið og til framtíðar. Hér er um mikilvæga löggjöf að ræða nú þegar við siglum með miklum hraða inn í fjórðu iðnbyltinguna sem mun móta allt okkar líf til langrar framtíðar. Það er mikilvægur áfangi að ná að klára þetta mikilvæga frumvarp núna í þriðju tilraun.



[14:48]
Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegur forseti. Eins og kom fram hjá hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni þá er þetta í þriðja sinn sem málið er lagt fram. Það er stundum talið málum til tekna að þau batni við hverja framlagningu, eins og að við getum vænst þess að klára þau hraðar við þriðju framlagningu en aðra, hvað þá fyrstu. En þetta mál sýnir svo vel að þó að það hafi verið fjallað um það tvisvar áður þá þurftum við miklar gestakomur, við þurftum mikla vinnu og það liggja fyrir mjög miklar breytingar af hálfu meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar. Svona verður þetta nefnilega þangað til við leyfum þingmálum að lifa milli löggjafarþinga, að við getum ekki einhvern veginn valið hluti til að ferja á milli löggjafarþinga og látið eins og það geti gefið okkur einhverjar flýtileiðir með málin. Ég vil annars bara þakka nefndinni og flutningsmanni fyrir að hafa gefið málinu það rými sem það þurfti, vegna þess að það var freistandi að fara þessa hraðleið en við fórum hana ekki. Fyrir vikið stöndum hér með í höndunum mál sem er að langmestu leyti mjög gott.



 1. gr. samþ. með 57 shlj. atkv.

Brtt. 1176,1–20 samþ. með 57 shlj. atkv.

 2.–82. gr., svo breyttar, samþ. með 57 shlj. atkv.

 83. gr. samþ. með 51:6 atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DMK,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RBB,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSv.
nei:  AIJ,  ArnG,  BLG,  GRÓ,  HallM,  ÞSÆ.
6 þm. (BjarnB,  EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:50]
Andrés Ingi Jónsson (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Eins og öll þau vita sem lásu nefndarálit mitt sem minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar þá hef ég ákveðnar efasemdir um 83. gr. sem setur þá skyldu á fjarskiptafyrirtæki að ganga að samningum um uppsetningu búnaðar fyrir tæknilega vöktunarþjónustu að fyrirskipan netöryggissveitar. Þetta er ákvæði sem er í gildandi lögum en er bráðnauðsynlegt að taka til dýpri skoðunar og sjá hvort tilefni slíkra ákvæða, hvort beiting þeirra hingað til, hvort mögulegar afleiðingar réttlæti að vera með jafn víðtæka heimild fyrir yfirvöld að beintengja búnað inn í tækjabúnað fjarskiptafyrirtækja. Ég held að fyrir neytendur, fyrir fólk sem notar þessi fjarskiptatæki geti sú tilhugsun verið dálítið óþægileg að einhver utanaðkomandi búnaður sé í vélasal þeirra sem eiga að tryggja öryggi fjarskiptanna. Ég vona að einhverjir í ráðuneytinu séu að fylgjast með okkur og klóri sér kannski í kollinum yfir þessu og kíki á þetta á næstu misserum.



 84. gr. samþ. með 58 shlj. atkv.

 85. gr. samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DMK,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RBB,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSv.
6 þm. (AIJ,  ArnG,  BLG,  GRÓ,  HallM,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁLÞ,  EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.

Brtt. 1176,21 samþ. með 58 shlj. atkv.

 86. gr., svo breytt, samþ. með 58 shlj. atkv.

Brtt. 1176,22 samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DMK,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RBB,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSv.
6 þm. (AIJ,  ArnG,  BLG,  GRÓ,  HallM,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
5 þm. (EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.

 87. gr., svo breytt, samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DMK,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RBB,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSv.
6 þm. (AIJ,  ArnG,  BLG,  GRÓ,  HallM,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
5 þm. (EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.

 88. gr. samþ. með 58 shlj. atkv.

 89. gr., 1.–2. mgr., samþ. með 58 shlj. atkv.

 89. gr., 3. mgr., samþ. með 52:6 atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DMK,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RBB,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSv.
nei:  AIJ,  ArnG,  BLG,  GRÓ,  HallM,  ÞSÆ.
5 þm. (EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:54]
Andrés Ingi Jónsson (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Í 3. mgr. 89. gr. er almenn og gríðarlega víðtæk skylda lögð á fjarskiptafyrirtæki að geyma upplýsingar um alla fjarskiptaumferð allra Íslendinga í sex mánuði. Þetta er gert í þágu rannsóknarhagsmuna og var sett inn að beiðni lögreglu á sínum tíma. En sambærilegar reglur úti í Evrópu, þaðan sem þessi hugmynd er upprunninn, hafa ja, kannski eðlilega lent í vandræðum þegar kemur að Evrópudómstólnum, þegar kemur að hugmyndum um friðhelgi einkalífs, þegar kemur að hugmyndum um persónuvernd. Allt þetta hefur þróast á þeim árum síðan þetta ákvæði kom inn í regluverkið. Þingmenn Pírata hafa lagt til að fella þetta út, það var gert fyrir nokkrum árum. Tjáningarfrelsisnefnd forsætisráðherra lagði til að fella þetta út einmitt vegna þess að þetta getur verið svo hættulegt verkfæri. Á grundvelli þessara upplýsinga er hægt að teikna upp ótrúlega nákvæma mynd af einkalífi hvers einasta Íslendings og í röngum höndum eru þær upplýsingar hættulegar. Þetta er ákvæði sem verður að endurskoða þótt ekki vilji þingheimur fella það úr gildi akkúrat strax. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



 89. gr., 4.–6. mgr., samþ. með 58 shlj. atkv.

 90.–93. gr. samþ. með 58 shlj. atkv.

Brtt. 1176,23–28 samþ. með 58 shlj. atkv.

 94.–110. gr. og ákv. til brb. I–III, svo breytt, samþ. með 58 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 1182 felld með 34:11 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BGuðm*,  BLG,  GRÓ,  GIK,  HallM,  SvanbH,  TAT,  ÞSÆ.
nei:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BJóh,  BHar,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  SES,  SIJ,  SVS,  SSv,  TBE,  VilÁ,  WÞÞ.
13 þm. (BergÓ,  DMK,  GE,  GBG,  HVH,  HJG,  JPJ,  JSV,  RBB,  SGuðm,  SDG,  ÞKG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
5 þm. (EÁ,  JFM,  LínS,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði að segja nei.]

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:58]
Andrés Ingi Jónsson (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Hér rétt áðan féllst þingheimur ekki á að fella brott 3. mgr. 89. gr. laganna. En hvað með að endurskoða hana? Hvað með að leggjast yfir hana út frá persónuvernd og friðhelgi einkalífsins, út frá því hvort það sé kannski eðlilegt að gagnageymd, að þær upplýsingar sem geymdar eru um fjarskiptaumferð einstaklinga séu greindar í sundur eftir því hvers eðlis þær eru? Að sumar tegundir þessara upplýsinga séu geymdar skemur en aðrar. Að það sé metið hvort það eigi kannski að binda þetta einhverjum hópum eða einhverjum landsvæðum eins og er í sumum löndum. Þetta er úrelt ákvæði sem er löngu kominn tími á að skoða út frá þróun mannréttinda, þróun tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs og persónuverndar á síðustu áratugum eða bara áratug. Tillaga mín í þessari breytingartillögu er að það sé gert. Skrýtið að það sé ekki einu sinni hægt að fá það í gegn. Ég hefði ekki haldið að það væri til of mikils mælst að skoða ákvæði sem er komið á tíma út frá þróun mannréttinda.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.