152. löggjafarþing — 92. fundur
 15. júní 2022.
meðferð sakamála og fullnusta refsinga, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 518. mál (bætt réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda). — Þskj. 1335.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[22:35]

Frv.  samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ArnG,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BJóh,  BLG,  BHar,  DMK,  DME,  GRÓ,  GE,  GuðmG,  GIK,  GBG,  GHaf,  HHH,  HallM,  HVH,  HJG,  HildS,  IÓI,  JFF,  JPJ,  JónG,  JSV,  KJak,  KGaut,  LA,  LRS,  NTF,  OPJ,  SGuðm,  SDG,  SES,  SIJ,  SVS,  SvanbH,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞSÆ,  ÞSv.
10 þm. (BjarnJ,  EÁ,  GÞÞ,  HSK,  JFM,  LínS,  ÓBK,  RBB,  SÞÁ,  ÞórP) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:35]
Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Mig langar bara að fagna mjög þessari atkvæðagreiðslu sem hér á sér stað. Þetta er virkilega mikilvægt mál varðandi réttarstöðu brotaþola. Þetta mál var lagt fram líka á síðasta þingi af fyrrverandi hæstv. dómsmálaráðherra en náði þá ekki fram að ganga. Ég er afar þakklát hæstv. dómsmálaráðherra fyrir að hafa komið fram með málið og ég er líka afar þakklát nefndinni fyrir að hafa náð að afgreiða það þótt skammur tími hafi verið til stefnu.