153. löggjafarþing — 22. fundur
 25. október 2022.
Frestun á skriflegum svörum.
markviss kennsla um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum, fsp. GRÓ, 224. mál. — Þskj. 225.
ME-sjúkdómurinn, fsp. GRÓ, 247. mál. — Þskj. 248.
ferðakostnaður og dagpeningar ráðherra, fsp. BLG, 239. mál. — Þskj. 240.
aðgerðir gegn kynsjúkdómum, fsp. AIJ, 252. mál. — Þskj. 253.
biðlistar eftir ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna, fsp. OH, 270. mál. — Þskj. 271.
stefna um afreksfólk í íþróttum, fsp. HKF, 220. mál. — Þskj. 221.
ferðakostnaður og dagpeningar ráðherra, fsp. BLG, 234. mál. — Þskj. 235.
sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum, fsp. AIJ, 251. mál. — Þskj. 252.

[13:32]
Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurnum á þskj. 225, um markvissa kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum, og þskj. 248, um ME-sjúkdóminn, báðar frá Gísla Rafni Ólafssyni, á þskj. 240, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 253, um aðgerðir gegn kynsjúkdómum, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 271, um biðlista eftir ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna, frá Oddnýju G. Harðardóttur.

Einnig hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 221, um stefnu um afreksfólk í íþróttum, frá Hönnu Katrínu Friðriksson.

Að lokum hafa borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 235, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 252, um sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum, frá Andrési Inga Jónssyni.