153. löggjafarþing — 24. fundur
 27. október 2022.
lengd þingfundar.

[10:33]
Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseti lítur svo á að samkomulag sé um að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. (Gripið fram í.) — Það er óskað eftir atkvæðagreiðslu og fer hún þá fram.



ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:36]

Afbrigði um 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfundar,  samþ. með 30:5 atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  BGuðm,  BjarnB,  BjarnJ,  BHar,  DME,  EÁ,  GÞÞ,  GIK,  HHH,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  HHéð,  HildS,  IÓI,  JSkúl,  JónG,  KJak,  LRS,  LínS,  LE,  OH,  OPJ,  ÓBK,  SIJ,  SÞÁ,  VilÁ,  ÞórdG.
nei:  AIJ,  ArnG,  BLG,  HallM,  ÞSÆ.
28 þm. (ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  ÁLÞ,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  GRÓ,  GE,  GuðmG,  GHaf,  IngS,  JFM,  JFF,  JPJ,  KFrost,  LA,  NTF,  SGuðm,  SDG,  SVS,  SSv,  TAT,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:35]
Andrés Ingi Jónsson (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Frú forseti. Það er óvenjulegt að við séum látin greiða atkvæði um lengdan þingfund svona snemma á önninni og væri skiljanlegt ef einhver stjórnarmál lægju fyrir. Sú er hins vegar ekki raunin. Lítum bara aðeins á tölurnar, það er nefnilega hægt að mæla verkleysi ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá er talað um að 50 mál eigi að koma frá ríkisstjórninni samanlagt í september og október. Hér stöndum við á síðasta þingfundardegi októbermánaðar og það er búið að leggja fram 25 stjórnarmál. Helmingur af þeirri áætlun sem ríkisstjórnin setti fram fyrir einum og hálfum mánuði. Ef þessi stjórn getur ekki einu sinni sett áætlanir um eigin framlagningu mála, hvernig getur þjóðin ætlast til þess að hún stýri heilu landi? Þetta leiðir síðan til þess að stjórnarliðar rembast eins og rjúpan við staurinn rétt fyrir jól og rétt fyrir vor að klára mál á of miklum hraða. Það leiðir til óvandaðrar lagasetningar og það leiðir til mistaka við lagasetningu vegna þess að stjórnarliðar í nefndum vilja (Forseti hringir.) ekkert frekar en að þjóna ráðherrum sínum þótt ráðherrarnir séu nú þegar búnir að gera það verkefni ómögulegt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)