153. löggjafarþing — 30. fundur
 14. nóvember 2022.
Frestun á skriflegum svörum.
sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum, fsp. AIJ, 251. mál. — Þskj. 252.
sektir vegna nagladekkja, fsp. AIJ, 351. mál. — Þskj. 364.

[15:04]
Forseti (Birgir Ármannsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseta hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 252, um sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 364, um sektir vegna nagladekkja, einnig frá Andrési Inga Jónssyni.