153. löggjafarþing — 30. fundur
 14. nóvember 2022.
,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022.
beiðni DME o.fl. um skýrslu, 418. mál. — Þskj. 468.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:51]

Beiðni leyfð til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra  með 50 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AÞJ,  ArnG,  ÁBG,  ÁsF,  ÁLÞ,  BGuðm,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BJóh,  BLG,  DA,  EÁs,  FRF,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GIK,  GHaf,  HHH,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HildS,  HEG,  IÓI,  JSkúl,  JFF,  JPJ,  JónG,  KFrost,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  SGuðm,  SDG,  SVS,  SÞÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞSv.
13 þm. (ÁsmD,  BirgÞ,  BjarnJ,  DME,  EÁ,  GRÓ,  IngS,  JFM,  KJak,  LA,  OH,  SIJ,  TAT) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:49]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu þessa skýrslubeiðni en ég hefði nú gjarnan viljað sjá hana ná yfir ýmislegt fleira, m.a. raforkumálin, og lagði það til við flutningsmann að svo yrði gert en hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttir kaus að gera það ekki. Ég hefði talið að við ættum að kalla eftir slíkri skýrslu líka og hafa þau mál þar innan dyra því að það er auðvitað stór hluti af þessu öllu saman sem hér er verið að fara yfir að sá þáttur sé hafður með. En að sjálfsögðu styð ég skýrslubeiðnina.



[15:50]
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Það er nú kannski ekki á hverjum degi sem ráðherra kemur og fagnar því að fá fleiri verkefni en ég geri það hér og tel mikilvægt að gera það loksins að skoða það sem hefur verið gagnrýnt, að íslensk stjórnvöld hafi gengið lengra heldur en þau þurftu að gera þegar kemur að allra handa innleiðingum. Svo sannarlega er mjög mikið af þeim í því ráðuneyti sem ég stýri núna. Ég held hins vegar að við séum líka meðvituð um að það er algerlega útilokað eða væri gríðarlegt verkefni að fara í allt verkefnið ef menn ætluðu að skoða það. Þetta tel ég vera góða byrjun og ég þakka fyrsta flutningsmanni, hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur, og öllum öðrum hv. þingmönnum sem fóru fram á það að ég myndi fara í þetta verkefni, sem ég glaður mun fara í.