153. löggjafarþing — 48. fundur
 13. desember 2022.
Frestun á skriflegum svörum.
börn á flótta, fsp. EÁs, 460. mál. — Þskj. 540.
frestun réttaráhrifa, fsp. DA, 479. mál. — Þskj. 566.
auðlindagjald af vindorku, fsp. EÁs, 473. mál. — Þskj. 555.

[14:15]
Forseti (Birgir Ármannsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Borist hafa bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 540, um börn á flótta, frá Eydísi Ásbjörnsdóttur, og á þskj. 566, um frestun réttaráhrifa, frá Daníel E. Arnarssyni. Einnig hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 555, um auðlindagjald af vindorku, frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.