153. löggjafarþing — 49. fundur
 14. desember 2022.
hlutafélög o.fl., frh. 3. umræðu.
stjfrv., 227. mál (hluthafafundir o.fl.). — Þskj. 228.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:17]

Frv.  samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁsmD,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  DME,  GRÓ,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HVH,  HildS,  IÓI,  JFM,  JFF,  JPJ,  JónG,  KJak,  KGaut,  KFrost,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  LE,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SGuðm,  SDG,  SIJ,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSv.
9 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GIK,  IngS,  LenK,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁslS,  ÁsF,  DMK,  OH,  SVS,  SSv) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:15]
Eyjólfur Ármannsson (Flf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegur forseti. Í 1. gr. frumvarps þessa er heimild til að kveða á um það í samþykktum að hluthafi skuli tilkynna félagi þátttöku sína á hluthafafundi innan tiltekins frests. Þessi frestur má vera að hámarki vika. Í hlutafélagalögum sem eru núgildandi lög, frá 1978, var svipað ákvæði í frumvarpinu. Það gekk skemmra. Þar var talað um að hámarki þrjá sólarhringa. Þetta ákvæði var fellt út við afgreiðslu málsins þar sem það var talið óheppilegt og fæli í sér of mikla skerðingu á rétti hluthafa. Við erum að ganga hér lengra í skerðingu á rétti hluthafa en önnur Norðurlönd eins og Svíþjóð og Noregur. Ég tel það ekki hægt. Ég tel að þetta sé mál sem skerðir hluthafafrelsi, hluthafalýðræði. Ég skila auðu.



[15:16]
Lenya Rún Taha Karim (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Eyjólfi Ármannssyni varðandi þá punkta sem komu fram hjá honum. Við bentum á þetta í umræðu um frumvarpið fyrr í vikunni. Eins geri ég athugasemd við að þetta er frekar takmarkandi og tek undir með umsagnaraðilum eins og Viðskiptaráði Íslands, aldrei þessu vant, og ég tel að við hefðum betur mátt hlusta og taka mið af þeirra umsögnum í stað þess að leiða þetta hjá okkur af því að þetta gæti verið takmarkandi. Ég geri einnig þá athugasemd að mér finnst svolítið skrýtið að þetta nái bara til aðalfunda en ekki hluthafafunda.